Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 16

Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 16
16 7. október 2010 FIMMTUDAGUR CHILE, AP Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísund- inni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfir- borðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerð- um hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrun- ið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göng- unum þann 5. ágúst þegar 700 þús- und tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ást- vina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðn- aðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morg- un, föstudag, með þyrlum og flutn- ingabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komn- ir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is Styttist óðum í björgunina Námumennirnir í Chile hafa fengið von um að komast upp á yfirborð jarðar strax í lok næstu viku. Síðustu tvær vikur hafa þeir búið sig undir björgun. Tilboð opnuð í fyrradag* Bjóðandi Milljónir kr. Kostn.áætl. 1. Voith Hydro 6.270 85,1% 2. Koncar-Litostroj Power (frávik) 6.436 87,4% 3. Koncar-Litostroj Power 6.616 89,8% 4. Andritz Hydro (frávik) 6.761 91,8% 5. Andritz Hydro 7.128 96,8% 6. IMPSA 10.203 138,5% Kostnaðaráætlun 7.366 100% *Heimild: Landsvirkjun / Tilboð í raf- og vélbúnað Búðarhálsvirkjunar VIÐSKIPTI Fjögur fyrirtæki frá Þýskalandi, Argentínu og Króatíu buðu í uppsetningu raf- og vélbún- aðar Búðarhálsvirkjunar. Tilboðin voru opnuð í fyrradag á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík. Hæsta boð, 10,2 milljarðar króna, var frá argentínska fyrirtækinu IMPSA, nokkuð yfir kostnaðar- áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Áætlunin nemur tæpum 7,4 millj- örðum króna. Lægst bauð þýska fyrirtækið Voith Hydro GmbH, tæpa 6,3 milljarða króna, sem eru tæp 85 prósent af kostnaðaráætlun. Einnig buðu í verkið Koncar-Litos- troj Power, frá Króatíu og Andritz Hydro GmbH, frá Þýskalandi. - óká Boðið í raf- og vélbúnað Búðarhálsvirkjunar: Þýskt fyrirtæki var með lægsta tilboðið SVÍÞJÓÐ, AP Tveir rússneskir eðlis- fræðingar, Andre Geim og Kon- stantin Novoselov, fá Nóbelsverð- launin í fræðigrein sinni í ár. Þeir starfa við Háskólann í Manchester í Englandi og hafa kannað í þaula sterkustu og þynnstu efni sem vitað er um. Efnin verður væntanlega hægt að nota til þess að smíða léttari flug- vélar og gervihnetti, auk þess sem þau geta nýst til að búa til fljótvirk- ari tölvur en áður hafa þekkst. Geim segir þetta geta orðið jafn byltingarkennt og plastið á sínum tíma. Einn Bandaríkjamaður, Richard Heck að nafni, og tveir Japanir, þeir Ei-ichi Negishi og Akira Suz- uki, fá hins vegar Nóbelsverðlaun- in í efnafræði. Þeir fundu þróuðu fyrir nokkrum áratugum bylting- arkennda aðferð til að binda saman kolefnisfrumeindir, en sú aðferð er mikið notuð í framleiðslu lyfja og víðar. Heck segist hafa byrjað að gera sér vonir um Nóbelsverðlaun fyrir hálfri öld, þegar hann stóð á tví- tugu. Nóbelsverðlaunin verða að venju afhent í Svíþjóð í desember. - gb Tveir rússneskir eðlisfræðingar fá Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði: Þróa örþunn efni til að smíða flugvélar RÚSSARNIR TVEIR Eðlisfræðingarnir Andre Geim og Konstantin Novoselov á háskóla- lóðinni í Manchester. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÝRALÍF Árásargjarn hrafn réðst á barn og hund á Akranesi í fyrradag. Fuglinn var aflífaður í viðurvist lögreglumanna eftir árásina. Þetta kemur fram á Skessuhorni.is. Hrafninn hafði komið sér fyrir á sólpalli við hús eitt á Akranesi. Í garðinum voru telpa og þriggja mánaða gamall hvolpur að leik. Þegar stúlkan beygði sig eftir spýtu til að leika við hundinn réðst hrafninn á hana og reyndi að grípa í hana. Móðir stúlkunnar segir í sam- tali við Skessuhorn að barnið hafi orðið skelfingu lostið og hafi hlaupið inn með hundinn á eftir sér. Hrafninn hafi elt þau en sest síðan á pallinn gargandi. Haft var samband við Náttúrufræði- stofnun, sem gaf leyfi fyrir því að hrafninn yrði drepinn. Mannskæður fugl á Akranesi: Óður hrafn réðst á barn GYÐJAN DURGA Verkamenn í Hyder- abad á Indlandi leggja lokahönd á styttu af gyðjunni Durga, sem verður í hávegum höfð á níu nótta hátíð hind- úa sem hefst á morgun. NORDICPHOTOS/AFP Björgunarhylki fyrir námumennina í Chile Sjóherinn í Chile hefur hannað sérstakt hylki til þess að flytja námumennina 33, sem hafa verið lokaðir niðri í námugöngum í tvo mánuði, upp á yfirborð jarðar. Mennirnir eru á 700 metra dýpi og ferðin upp getur tekið allt að klukkustund fyrir hvern og einn. © Graphic News Heimild: Asmar Þyngd: 420 kg Lengd: 3,9 m Þvermál: 54 sm Í hylkinu er hægt að vera í hljóð- og mynd- sambandi við fólk á yfirborði jarðar. 4 mm þykk stálplata Vírnetshurð Þrýstiloftsbirgðir: Endast í allt að þrjár klukkustundir Hjól með höggdeyfum: Renna eftir veggjum gang- anna til að draga úr mótstöðu Ólar: Námu- mennirnir verða festir með ólum í öruggri stöðu, sem tryggir að þeir skaðist ekki þótt þeir falli í ómegin. Björgunargöng: 61 sm að þvermáli. Málmklæðning á að koma í veg fyrir að göngin falli saman. LETRUÐ Í STEIN Nöfn námumannanna og hjálmur ofan á. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.