Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 26

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 26
26 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Ekki meir, ekki meir Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingis- mennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kannski komið í lög að alþingis húsið megi eyðileggja með drullu- kasti. Hvar er húsafriðunar- nefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyð- in hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvilnan er fólk að kasta tómatsósu í alþingis- húsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingis- húsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnar- formið sem hefur verið fund- ið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vanda- mál í dag er auðvaldið – ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvald- ið á ekki heima í alþingishúsinu nema kannski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóð- nemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldis- aðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa – á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu við- burða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörf- um og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kannski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþing- ishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kannski að funda í tjaldi sem er færan- legt? Eða er það kannski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítn- um saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skíta- haugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishús- ið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kannski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kannski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingis- húsið, þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arð- rænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslita- atriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarð- anir í sína þágu – á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matar- afgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir. Mótmæli Svavar Gestsson starfaði í alþingishúsinu í 35 ár sem blaðamaður, þingmaður og ráðherra Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeld- isaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla alþingi að störfum. Alþingi á að starfa – á að tala og á að komast að niðurstöðum. Kletthálsi 11 - 525 8000 - www.bilaland.is VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 NÚ LÁTUM VIÐ HJÓLIN SNÚAST! BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS BÍLALAND EIN STÆRSTA BÍLASALA LANDSINS LÍTIÐ EKINN! 220 BÍLAR TIL SÝNIS Á EINU M STAÐ! Dæmi um ÓTRÚLEGA GOTT VERÐá okkar bílum Subaru IMPREZA Ek. 98 þús. Nýskr. 06/08. Bsk. Verð áður: 1.990 þús. kr. OUTLETVERÐ 1.490 þús. kr. Land Rover FREELANDER Ek. 86 þús. Nýskr. 04/08. Sjálfskiptur Toyota YARIS Ek. 32 þús. Nýskr. 08/07. Beinskiptur Nissan MURANO Ek. 97 þús. Nýskr. 08/05. Sjálfskiptur Opel VECTRA 1.9 CDTi Ek. 20 þús. Nýskr. 06/08. Sjálfskiptur OKKAR VERÐ 4.690 þús. kr. OKKAR VERÐ 2.490 þús. kr. OKKAR VERÐ 3.620 þús. kr. OKKAR VERÐ 3.130 þús. kr. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 8 1 Hinn 17. september kom út skýrsla nefndarinnar um orku- og auðlindamál sem átti m.a. að fjalla um sölu HS Orku til Magma. Þetta eru mjög áhuga- verðar 93 blaðsíður sem væri vel hægt að nota sem upphaf á stefnu þjóðarinnar í umhverfismálum og umgengni á auðlindunum, bæði til sjávar og lands. Þegar skýrslan kom út voru nefndar- menn spurðir hvort skúffan í Sví- þjóð væri lögleg eða ekki. Þeir sögðu að það væri túlkunaratriði. Samstundis fór það upp á síður fjölmiðlanna að salan til Magma væri í lagi. Málið er ekki alveg svona einfalt. Stjórn Íslands hefur nú fjóra ráðherra í að fara í gegn- um þessa skýrslu og mun líkleg- ast koma með niðurstöður fljót- lega. Nú á fimmtudag mun fara fram málþing í Háskóla Íslands þar sem ráðið verður í skýrsluna með sérfræðingum, meðal ann- ars nefndar mönnum sjálfum. Ég skora á alla sem hafa áhuga að mæta til að kynna sér þessa mjög svo upplýsandi skýrslu. Mér finnst of mikil áhersla hafa verið lögð á það í umræðunni um Magmamálið hvort þessi fræga skúffan sé lögleg eða ekki. Það er aðeins smáatriði í stóru spurningunni: vilja Íslendingar einkavæða aðgang að orkuauð- lindum sínum? Könnun var gerð þar sem rúm 80% Íslendinga sögðu að þeir vildu það ekki. Til að bregðast rétt við stöðunni þarf ráðamenn með framtíðarsýn og hugrekki, sem eru tilbúnir að breyta lögum og síðan fram- kvæma róttækar breytingar. Tæp 20.000 manns hafa skrifað undir á orkuaudlindir.is þar sem þeir andmæla sölunni á HS Orku til einkaaðila og krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið. Vilja ráðamenn þjóðarinnar virkilega þrýsta sölunni á þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins í gegn í óþökk Íslendinga? Þetta mál snýst ekki bara um söluna til Magma heldur stefnu þjóðarinnar í orku- málum. Mig langar að minna þjóðina á að þeir sem vilja láta í sér heyra í þessum málum ættu að nota tækifærið og skrifa undir núna. Geysir Green Energy neitaði þessari stjórnskipuðu nefnd um aðgang að öllum upplýsingum. Síðan sendi Geysir Green umboðsmanni Alþingis fyrir- spurn um hversu lögleg afskipti nefndarinnar af sölu HS Orku eru. Telur Geysir Green sig vera yfir allt hafið, meira að segja stjórnvöld landsins? Hljómar þetta eitthvað kunnuglega? Gæti þetta ekki þýtt að þeir hafi eitt- hvað að fela? Hver eru annars raunveruleg tengsl á milli Suður- orku, Geysir Green, Magma, REI og HS Orku? Þetta þarf að rann- saka á sama hátt og bankahrunið var rannsakað. Nú þegar hafa ofangreind fyrirtæki sýnt áhuga á Hruna- mannaafrétt, Kerlingarfjöllum, Öræfum, Krísuvík, Reykjahlíð og Vogum við Mývatn. Magma myndi ekki aðeins fá einkarétt á nýtingu mikilvægra orkuauðlinda heldur jafnframt þau leyfi og rétt- indi sem HS Orka og Suðurorka hafa og væri því komið í lykil- stöðu víða um land. Eftir banka- hrunið ættum við að hafa lært að ekki sé gott að láta fáa viðskipta- menn ákveða örlög okkar og ráð- stafa peningunum okkar þar til fjöldi manns hefur bæði misst vinnu, hús, bíl og sjálfsvirðing- una. Reiði þjóðarinnar fór ekki framhjá neinum síðasta föstu- dag og á mánudag. Á samt að fara með náttúruna okkar á sama hátt? Á að ræna náttúruauðlindir okkar á sama hátt og bankana og almenning? Í síðustu viku var í fréttum að Landsvirkjun hefði tekið enn eitt gígantíska erlenda lánið á okkar nafni á ekki of góðum kjörum, keypt meirihluta að aðgangi á Þeistareyki og lokið svo samþykki við Alcoa og Rio Tinto um að stækka álverið í Straumsvík. Öllu þessu er skellt í gegn án umræðu eða neinnar orkustefnu sem fólk er sammála um. Ef verður af stækkun álversins í Straumsvík og Landsvirkjun klárar verk- efni sitt á Þeistareykjum verða langflest jarðvarmasvæði okkar nýtt. Þá er of seint að gera aðra hluti. Þegar hart er í ári og erf- itt eins og núna ættum við ein- mitt að vera að sá fræjum langt fram í tímann. Ekki vera með skyndilausnir eða óþarfa áhættu. Af hverju stefnum við ekki að því t.d. að rækta allt okkar eigið grænmeti? Og síðan þegar þeim áfanga er náð bæta við ávöxtum. Eins og ég hef minnst á áður í öðrum greinum finnst mér miklu betra ef við fjárfestum í grænni kostum. Þetta eru atvinnuskap- andi hlutir sem vinna með land- inu, bæta umhverfið, gera okkur sjálfstæðari, gefa arðinn ekki frá sér og munu vaxa í tugi ára, ekki hrynja eftir fjögur ár. Ómar Ragnarsson varð nýlega sjötugur og þjóðin kepptist við að leggja í púkk saman til að greiða fyrir skuldir hans, þakka honum fyrir óeigingjörn störf í þágu náttúrunnar og stytta var reist honum til heiðurs. En öll hans barátta, bar hún árangur? Stöðv- aði hann Kárahnjúkavirkjun? Mér sýnist vera hefð fyrir því að finn- ast náttúruverndarfólk vera sodd- an dúllur og krútt og innst inni í hjartanu á okkur vitum við öll að þau hafa rétt fyrir sér en í „raun- veruleikanum“ virkar það ekki, þá hverfur trúin, og best að skella bara upp stóriðju þrátt fyrir öll mótmælin, og verðlauna fólkið svo bara með styttu seinna. Hvað vorum við að verðlauna? Hug- rekki hans til að segja satt? En ætlum við að fara eftir því? Eða bara hlusta á það í smástund, bera vinstri hendina upp að eyra og svo halda áfram eyðileggingunni með þeirri hægri? Hefur ein- hvern tíma verið gerður almenni- legur útreikningur um alla hina kostina? Um það hvernig við vilj- um að framtíðin sé? Fáum við ekki að taka þátt í að skapa auð- lindastefnu? Framtíð þjóðarinnar í húfi Ég skil að þegar þjóðin er að heyja allar þessar stóru orrustur er erfitt að gefa meðferð náttúru- auðlinda athygli. Ekki pláss. En tíminn er að renna út. Ef við tökum ekki stefnu núna, sættum þjóðina með t.d. þjóðaratkvæða- greiðslu, ef við brúum ekki bilið milli þessara ólíku en annars líku fylkinga, þá gæti það orðið of seint. Gæti verið líka að verið sé að skella þessu í gegn einmitt núna í skjóli kaossins? Maður heyrir að fólki finnist að sérstaklega núna í kreppunni höfum við ekki efni á að hlífa náttúrunni. En ef við seljum aðgang að auðlindunum og afsöl- um okkur ábyrgð á náttúrunni erum við um leið að horfa fram- hjá þeirri leið sem langflestir ráð- gjafar hafa ráðlagt okkur að fara: að halda auðlindunum okkar sjálf, að vernda náttúruauðlindir okkar og vera ábyrg í nýtingu þeirra. Erfiðleikarnir eru miklir núna og erfitt að horfa fram á við þegar kreppir æ meira að á hverj- um degi. En ef við hlúum ekki að náttúruauðlindum okkar núna eigum við á hættu að sýna af okkur vítavert gáleysi gagnvart framtíð okkar og barnanna okkar. Nýja orkustefnu strax! Magmamálið Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður En ef við hlúum ekki að náttúruauð- lindum okkar núna eigum við á hættu að sýna af okkur vítavert gáleysi gagn- vart framtíð okkar og barnanna okkar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.