Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 28
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is Sonur minn, Björn Jóhannsson lést á heimili sínu í Grasten í Danmörku sunnudaginn 3. október. Útförin fer fram í Grasten í Danmörku. Fyrir hönd aðstandenda, Soffía V. Björnsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Óli Geir Þorgeirsson Siglufirði, síðast til heimilis að Boðaþingi 5-7, lést þann 23. september síðastliðinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Boðaþingi 5-7, 2. hæð deild 5. Vinátta ykkar og kærleikur var honum og okkur mikils virði. Theodóra Óladóttir Höskuldur Pétur Jónsson Sigfríður Ingibjörg Óladóttir Sverrir Björnsson Birgir Ólason Hulda Þorgeirsdóttir barnabörn og barnabörn hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Feilan Marinósson fyrrverandi bryti, Háaleitisbraut 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 8. október kl. 15. Annalísa Jansen Anna Margrét Ólafsdóttir Pétur Gunnarsson Sigrún Erla Ólafsdóttir Ágúst Birgisson Guðrún Birna Ólafsdóttir Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson Brynjar Marinó Ólafsson Þórný Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Hugheilar þakkir fyrir hlýjan hug og sýnda samúð við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ingu Sigríðar Pálsdóttur Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðjón Tómasson Þuríður Hanna Gísladóttir Valdimar Tómasson Guðrún Júlíusdóttir Guðrún Sólborg Tómasdóttir Sigurður Sumarliðason Sigrún Laufey Baldvinsdóttir og barnabörn Ástkær maður minn, faðir okkar, afi og bróðir, Haukur Kristjánsson tæknifræðingur, Aragötu 12, 101 Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 15. október klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hildur Hafstað Sigríður Helga Hauksdóttir Hafrún Hauksdóttir Áslaug Kristjánsdóttir Petra Kristjánsdóttir Erlingur Kristjánsson Vilhjálmur Kristjánsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Rut Guðmundsdóttir Flúðaseli, Flúðum, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Bjarni H. Ansnes Þórunn Ansnes Sigurður I. Björnsson Íris B. Ansnes Viggó Sigursteinsson Bjarni H. Ansnes Gunnar Sigurðsson Mímir Sigurðsson Árlegir tónleikar til styrktar forvarna- og fræðslusjóðnum Þú getur! verða haldnir í Vídalínskirkju í kvöld klukk- an átta. Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram eru Bubbi Morthens, Geir Ólafs, Páll Rósinkranz, Raggi Bjarna, Margrét Eir, Richard Scobie og Haffi Haff. Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur! var stofnaður árið 2008 af. Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni og vinn- ur með það að leiðarljósi að styrkja og styðja forvarna- og fræðslustarf gegn andlegum þjáningum og geðrænum veikindum. „Markmið sjóðsins er þríþætt, að styrkja þá sem orðið hafa fyrir áföll- um eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, að efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og að draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum,“ segir Ólafur Þór. Ungt fólk með geðraskanir getur sótt um námsstyrki til sjóðsins en einnig er markmið hans að hvetja fagfólk geð- heilbrigðisþjónustunnar í landinu og vinna gegn fordómum, opna umræðuna og auka þá fræðslu sem snertir geð- heilbrigði. Í ár vinnur sjóðurinn eftir þema Alþjóða geðheilbrigðisstofnun- arinnar sem er Geðheilsa og langvinn veikindi. „Við höfum verið í samstarfi við bæði samtök og geðlækna sem hafa áframsent til okkar umsóknir og í ár fá fimm einstaklingar námsstyrki og einn hópur einstaklinga fær hvatningar- styrk frá sjóðnum,“ segir Ólafur, sem er hugmyndasmiður sjóðsins. „Hugmyndina fékk ég að mörgu leyti úr starfi mínu, en í gegnum það hef ég séð að það er hægt að gera mikið úr litlu,“ segir Ólafur. Að hans mati getur margt smátt gert krafta- verk fyrir einstaklinga sem glíma við geðræn veikindi. „Meðferð er oftar en ekki mun ódýrari og einfaldari held- ur en kostnaðurinn sem hlýst af því að glíma við slík veikindi, sérstaklega ef að um langvinn veikindi er að ræða og er sjóðurinn hugsaður sem framlag til meðferðar og forvarna.“ Sjóðurinn var stofnaður fyrir rúmum tveimur árum. „Það var í raun heppni að jafn vel skyldi ganga eins og raun ber vitni. Ég fékk afskaplega gott fólk í lið með mér strax frá upphafi,“ segir Ólafur. En auk hans sitja í stjórn Ása Ólafsdóttir lögmaður, Siv Friðleifsdótt- ir alþingismaður, séra Pálmi Matthí- asson sóknarprestur í Bústaðasókn og Sigurður Guðmundsson forseti heil- brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir. Jafnframt fer Einar Benediktsson, fyrrverandi sendi- herra, fyrir hópi bakhjarla sjóðsins sem styðja starf hans ötullega. Ragn- heiður Guðfinna Guðnadóttir sinnir starfi verkefnastýru sjóðsins og stýrir tónleikahaldi til fjáröflunar með aðstoð Jóhanns Björns Ævarssonar tónlistar- manns og Geirs Ólafssonar söngvara, en tónleikar til styrktar sjóðnum verða einmitt haldnir í kvöld. Styrktartónleikarnir eru árlegur við- burður þar sem margir af vinsælustu tónlistarmönnum og skemmtikröft- um landsins koma fram auk þess sem á tónleikunum verða veittir náms- og hvatningarstyrkir fyrir frumkvöðla- starf í geðheilbrigðisstarfi. Þess má geta að allir þeir tæplega 100 einstakl- ingar sem koma fram á og að tónleik- unum gefa vinnu sína. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 20 í kvöld, fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ og verður heiðursgestur frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti. - jbá ÞÚ GETUR: ÁRLEGIR STYRKTARTÓNLEIKAR Margt smátt gerir kraftaverk MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT Ólafur Þór Ævarsson er stofnandi Þú getur! en sjóðurinn stendur fyrir styrktartónleikum í kvöld í Vídalínskirkju í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR söngkona og tónlistarmaður er 54 ára. „Við þurfum að hjálpa náunganum og styðja við hann þegar hann hrasar.“ 54 Minjasafn Reykjavíkur var stofnað á þessum degi árið 1954. Aðdragandinn að því var sá að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði borist skrifleg áskorun um stofnun þess tólf árum áður og var henni vísað til umsagnar Reykvíkingafélagsins. Um það leyti varð til vísir að skjalasafni safnsins þegar farið var að safna gögnum um sögu Reykjavíkur. Fimm árum síðar samþykkti bæjarstjórn að stofna Bæjarsafn Reykja- víkur og efna til bæjarsýningar, sem haldin var í nýbyggðu húsi Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu árið 1949. Hófst átak til þess að safna forngripum í tilefni af því og varð það til þess að Skjala- og minjasafn Reykjavíkur var formlega stofn- að árið 1954 til að halda utan um þessa gripi. Minjasafn Reykjavíkur var sameinað Árbæjarsafni árið 1968. Heimild: www.minjasafnreykjavikur.is. ÞETTA GERÐIST: 7. OKTÓBER 1954 Minjasafn Reykjavíkur stofnað ÁRBÆJARSAFN Minjasafn Reykjavíkur og Árbæjarsafn voru sameinuð 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.