Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 09.10.2010, Qupperneq 22
22 9. október 2010 LAUGARDAGUR Þ að er hægara sagt en gert að ná í Þorstein úti í London. Annríkið er mikið og það tekur á að vera á stóra sviði Young Vic leikhússins í London, stundum tvisvar á dag. „Maður er nú ekkert unglamb lengur,“ segir Þorsteinn og hlær. Hann verður sjötugur í desember og hafði ekki staðið á leiksviði í átta ár, þegar Vesturport fór þess á leit við hann að hann tæki að sér titilhlutverkið í nýrri uppsetningu á Faust í Borgarleikhúsinu. Þetta klassíska verk eftir Goethe fjallar sem kunnugt er um Faust, sem handsalar veðmál við djöfulinn með því skilyrði að ef hann finni hamingjuna undir handleiðslu hans, þá eignist djöfullinn sál hans. Þurfa að hugsa sig vel um Þorsteinn segir að þegar Gísli Örn Garð- arsson, driffjöður Vesturports, hafi beðið hann að taka hlutverkið að sér fyrir tæpu ári, hafi hann þurft að taka sér umhugs- unarfrest. „Fyrir mig sem er að verða sjötugur er ekki sjálfsagt að gera þetta. Ég hef ekki staðið á leiksviði í tæp átta ár og þurfti að hugsa mig vel um. En mér fannst þetta spennandi verkefni og áhugaverður hópur. Ég hafði upphaflega séð til hans þegar hann setti upp Ofviðrið eftir Shakespeare í Nemendaleikhúsinu. Ég tók strax eftir að þetta var skapandi og kraftmikill hópur. Síðan þá hef ég fylgst með Vesturporti með vaxandi áhuga og aðdáun og séð hvernig þau hafa ferðast um og stimplað sig inn sem einn mest spennandi leikhóp í heim- inum í dag. Ég ákvað því að lokum að slá til og vera með í þessu verkefni. Og þetta tókst bara ágætlega heima, fannst okkur. Síðan kom þetta til að Young Vic-leikhúsið í London, sem er að halda upp á 40 ára afmæli, bauð Gísla og þeim að koma og setja upp sýninguna úti í tilefni af afmæl- isdagskránni. Þá varð ekki um annað að ræða en að fara með.“ Ekki sjálfgefið að leika á ensku Þorsteinn segir ekki sjálfgefið fyrir þraut- þjálfaðan leikara að fara til útlanda og leika á ensku. „Ég sagði við Gísla á sínum tíma að ef ég mætti ráða hefði ég frekar kosið að gera þetta á dönsku. Ég er lærður í Danmörku og bjó þar í sjö ár og hef gott vald á dönskunni en hef aldrei búið í Eng- landi. En þetta var verkefni sem maður tók að sér. Þetta er töluverður texti hjá mér, sérstaklega framan af, og talsverð líkam- lega áreynsla. Mér er sem betur fer hlíft við að hendast upp á netinu með hinum, en ég hoppa og skoppa niðri á sviði og þarf að halda í við djöflana. Ég er á sviðinu nánast allan tímann nema ég fæ fimm mínútna hlé rétt fyrir leikslok. Að ná almennilegu valdi á enskunni var því heilmikill pakki. En við fengum okkur til halds og trausts mann til að hjálpa okkur með framburðinn. Ég átti tal við nokkra frumsýningargesti eftir sýningu og þeir höfðu allir orð á því að textinn skilist fylli- lega, þótt maður losni auðvitað aldrei við hreiminn.“ Ánægður með góða dóma Þorsteinn hefur fengið afar jákvæða dóma í enskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína og er þakklátur fyrir það. „Ég verð að viðurkenna að eftir átta ára útlegð frá svið- inu er þetta ánægjulegt en maður tekur hverjum deginum eins og hann kemur. Það er gaman að fá góðar umsagnir því maður veit ekkert út í hvað maður er að fara þegar maður dembir sér út í þessa stóru laug. Þetta eru gagnrýnendur sem sjá frumsýningu á hverju kvöldi, þannig að þeir eru verseraðir í sínu fagi, og ég þakka bara fyrir að þeir hafa undantekningarlítið verið sáttir við mína frammistöðu.“ Gísli Örn er snillingur Þorsteinn segir velgengni sína og frammi- stöðu á sviðinu fyrst og fremst Gísla Erni Garðarssyni að þakka. „Hann er ekkert minna en snillingur; hann sá þessa sýningu fyrir sér bæði í texta og sjónrænu spili og síðast en ekki síst hvetur hann mann endalaust til dáða og til að fara fram á ystu brún. Það á við allan hópinn; þetta unga, skapandi fólk hefur tekið mér, gamlingj- anum, mjög vel. Ég fæ stuðning frá öllum í kringum mig, bæði leikurum og tækniliði. Það er hlúð að mér og mér líður bærilega á sviðinu. En ég er þreyttur eftir hverja sýningu. En sem betur fer er konan mín með mér. Hún hugsar um mig eins og unga- barn og gerir þetta bærilegra. Og svo ætla börnin að koma og sjá sýninguna á laugar- daginn.“ Þótt Þorsteini hafi verið hrósað í hás- tert í ensku pressunni hefur sýningin sjálf fengið misjafna dóma í ensku pressunni. „Eldri gagnrýnendur vilja gjarnan sjá meiri Goethe í þessu,“ segir Þorsteinn. „En þetta er bara ekki þannig sýning: þetta eru svona póst-módernískar glefsur í samræmi við þá sýn sem Gísli Örn og samstarfsfólk hans vildu koma til skila. En það er greini- legt að yngri gagnrýnendur taka þessu afar vel sem og yngra fólk í salnum. Á sunnu- dag er sýningartíminn hálfnaður og það er uppselt á allar sýningar fram að næstu mánaðamótum, þannig að við getum ekki kvartað yfir viðtökunum.“ Helgaði sig arkitektúrnum Þorsteinn er arkitekt að mennt og hefur í gegnum árin starfað sem slíkur meðfram leiklistinni. Eins og áður segir sagði hann skilið við leikhúsið fyrir átta árum og hefur helgað sig byggingarlistinni síðan. Hann játar að hafa ekki átt von á því að standa aftur á sviði. „Ég hef verið í tvöföldu starfi nánast alla mína starfsævi. Árið 1996 hleypti ég af stokkunum stóru verkefni sem heit- ir Kirkjur Íslands, þar sem ég er rit- stjóri og höfundur margra greina. Þetta á að vera ritröð upp á 26 bindi og nú hafa komið út sextán bindi. Undanfarin átta ár hefur þetta verið mitt aðalstarf, ásamt því að hanna endurbyggingar á göml- um friðuðum húsum. Þetta verkefni með Vestur porti var frá mínum bæjardyrum séð bara spennandi útúrdúr, sem hefur undið upp á sig.“ Hann segir það vissulega krefjandi að skipta tíma sínum milli tveggja starfs- greina. „Sem betur fer er ég vel kvæntur, ætli það sé ekki galdurinn við að láta þetta lukkast,“ segir Þorsteinn. „En maður verð- ur líka að skipuleggja tíma sinn vel. Þetta verkefni hefur til dæmis verið afar stór pakki.“ Sýningar Vesturports í Young Vic standa út þennan mánuð en Þorsteinn verður þó ekki alveg laus við Faust, því til stendur að fara með sýninguna til Þýska- lands í desember. „Þá fer nú sjálfsagt að vera kominn tími á að hvíla sig aðeins og safna kröftum. Þegar þessu ævintýri með skrattanum lýkur þá sekk ég mér aftur niður í kirkj- urnar.“ Dansað við djöfulinn eftir átta ára útlegð Eftir átta ára fjarveru frá leiksviðinu átti Þorsteinn Gunnarsson ekki von á því að leika fyrir fullu húsi í London kvöld eftir kvöld. Enskir fjölmiðlar hæla honum nú á hvert reipi fyrir frammistöðu hans í hlutverki Faust í uppsetningu Vesturports. Þorsteinn sagði Bergsteini Sigurðssyni frá því hvernig það atvikaðist að hann hætti að hugsa um kirkjur og fór að eltast við djöfla. Á FJÖLUNUM Þorsteinn í hlutverki Fausts í Borgarleikhúsinu sem GíslI Örn Garðarsson fékk hann til að leika eftir átta ára hlé frá leiklistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þorsteinn Gunnarsson og Leikfélag Reykjavíkur eru tengd órofa böndum, því auk þess að leika með Leikfélaginu tók hann þátt í að teikna Borgarleikhúsið. Hann ber skiljanlega sterkar taugar til hússins. „Auðvitað geri ég það. Þetta var stórt og mikið verkefni. Ég stóð auðvitað ekki einn að því, við vorum þrír kollegarnir en það má segja segja að ég hafi verið beggja vegna borðsins. Ég samdi forsögnina með starfsfólki Leikfélagsins á sínum tíma: en forsögnin er í raun og veru prógramm um hvers konar hús eigi að byggja. Svo tók ég þátt í hönnuninni með kollegum mínum og átti í hugmyndafræðilegum samræðum bæði við leikhúsheiminn og kollega mína í arkitektastétt. Það var tekist á um þessa framkvæmd á sínum tíma og ekki allir sammála. En ég er sannfærður um að þetta sé góð bygging. Flestir útlendingar sem leggja leið sína í Borgarleik- húsið eru sammála um að það sé góð leikhúsbygging.“ TEIKNAÐI BORGARLEIKHÚSIÐ OG LÉK Í ÞVÍ Þetta unga, skapandi fólk hefur tekið mér, gamlingjanum, mjög vel. Ég fæ stuðning frá öllum í kringum mig, bæði leikurum og tækniliði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.