Fréttablaðið - 09.10.2010, Side 46

Fréttablaðið - 09.10.2010, Side 46
 9. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR4 ● fréttablaðið ● bleika slaufan ● STYRKTAR- OG SÖLUAÐILAR BLEIKU SLAUFUNNAR 2010 Styrktaraðilar Bleiku slaufunnar 2010 eru Sölufélag garðyrkjubænda og Hreyfill. Bleika slaufan kostar aðeins 1.500 krónur og verður til sölu dagana 1.- 15. október hjá eftirtöldum söluaðilum sem selja slaufuna án álagningar. ● APÓTEK: Apótekarinn, Apótekið, Garðsapótek, Lyf og heilsa, Lyfja, Reykjavíkurapótek, Rima Apótek, Skipholtsapótek, Heilsuhúsið, Lyfja- ver og Lyfjaval. ● VERSLANIR OG AFGREIÐSLUSTÖÐVAR: 11/11, Belladonna, Besta, Blómabúðin Dögg, Blómahönnun, Debenhams, Einar Farestveit & Co., Eirberg, Eymundsson, Fríhöfnin, Frumherji, Garðheimar, Grifill, Hag- kaup (Kringlunni, Garðabæ og Skeifunni), Hrafnista, Hreyfil Bæjarleiðir, Hyrnan, Iceland Travel Market, Islandia, Kaskó, Kjarval, Krambúðin, Krónan, Hrím, Rauðakrossbúðirnar Fossvogi og Hringbraut, Leon- ard, Melabúðin, Nettó, Nóatún, Olís, Parísartískan, Penninn, Pósturinn, Samkaup, Smith og Norland, Strax, Úrval, Útilíf (Glæsibæ, Kringlunni og Holtagörðum) og Þín verslun. ● Á NETINU: www.bleikaslaufan.is og www.femin.is. ● LEIGUBIFREIÐAR: Hreyfill. ● KAFFIHÚS: Kaffitár og Te & kaffi. ● SILFURÚTGÁFA: Einnig er Leonard í Kringlunni, Smáralind og Leifsstöð með silfurútgáfu af slaufunni til sölu. Hana er hægt að fá sem hálsmen eða sem nælu á 9.500 krónur. „Þegar fólk greinist með krabbamein tapar það áttum í fyrstu þegar áður óþekktur veruleiki blasir við. Því hvet ég alla sem greinast með krabbamein til að leita til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins eftir að- stoð og upplýsingum því flest þarf að hugsa upp á nýtt,“ segir Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, en þar er veitt þjónusta fólki að kostnaðarlausu. „Þegar krabbamein greinist er eðlilegt að það or- saki kvíða hjá viðkomandi einstaklingi og fjölskyldu hans varðandi framtíðina, bæði hvað varðar heilsu, fjárhag og ýmsa félagslega þætti. Við slíkar aðstæður getur verið mikil hjálp fólgin í því að fara yfir stöðu sinna mála með aðstoð fagaðila og gagnlegt að gera sér hugmyndir um þá framtíð sem í vændum er, því oft er hægt að fyrirbyggja að léttvæg vandamál valdi áhyggjum og kvíða, eða jafnvel depurð og vonleysi,“ segir Gunnjóna Una og útskýrir að í samfélaginu séu til staðar ýmis úrræði sem létta eigi undir með fólki sem verður fyrir heilsutjóni. „Almennt stendur fólk misvel að vígi hvað áunnin réttindi hjá stéttarfélögum og lífeyrissjóðum varðar, en fyrst eftir að fólk veikist nýtir það rétt sinn á vinnu- markaði. Eftir að honum lýkur taka við greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga og þegar þær falla niður getur fólk fengið lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, félagsþjónustu sveitarfélaga eða frá lífeyrissjóðum, en lög tryggja að allir njóti lágmarks framfærslu,“ segir Gunnjóna Una og ítrekar að í Ráðgjafarþjónustunni sé hægt að fá aðstoð við að afla upplýsinga um áunn- in réttindi og aðstoð við að sækja um lífeyri og annað sem fólk á rétt á í samfélaginu. Í Ráðgjafarþjónustunni starfa fleiri fagstéttir og þar er haldið úti vönduðu fræðslustarfi í formi fyrirlestra, námskeiða og einstaklings- og hópviðtala. Dagskrá og nánari upplýsingar á: www.krabb.is/rad. Hjálp á óþekktum vegum Félagsráðgjafinn Gunnjóna Una Guðmundsdóttir er verk- efnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún hvetur alla sem greinast með krabbamein til að nýta sér ókeypis þjónustu Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta er fjórða árið sem Bifreiða- stöðin Hreyfill/Bæjarleiðir tekur niður hefðbundnu gulu hattana og setur upp þá bleiku. Þessi skemmti- lega upplyfting á leigubílunum er liður í bleiku slaufu átaki Krabba- meinsfélagsins. Tíu krónur af hverri ferð hjá Hreyfli/Bæjarleiðum renna til Krabbameinsfélagsins auk þess sem bílstjórarnir selja bleiku slauf- una til styrktar félaginu. Bílstjór- arnir eru sammála um að gífurlegt hópefli og samkennd eigi sér stað þegar að verkefnið fer af stað og að menn leggi mikinn metnað í að selja slaufurnar, sumir hverjir fá jafnvel fjölskyldumeðlimi til að að- stoða við söluna til að styrkja mál- efnið til hlítar. Leigubílarnir munu skarta þeim bleika í tvo mánuði og styrkja þá Krabbameinsfélagið í leiðinni eins og fyrr greinir en salan á slaufun- um varir einungis í tvær vikur. Taktu þann bleika Tíu krónur af hverri ferð renna til Krabbameinsfélagsins. Hversu margir fá krabbamein á Íslandi? Brjóstakrabbamein 186 28,9% 90% Lungnakrabbamein 72 11,2% 16% Ristilkrabbamein 45 7,1% 59% Sortuæxli í húð 29 4,6% 94% Húðkrabbamein, önnur en sortuæxli: 28 4,4% 100% Krabbamein í legbol 28 4,4% 80% Heilaæxli og önnur æxli í miðtaugakerfi 26 4,0% 66% Krabbamein í skjaldkirtli 23 3,5% 96% Nýrnakrabbamein 18 2,8% 57% Krabbamein í þvagvegum (þvagblöðru o.fl.) 18 2,8% 69% Árlega greinast Hlutfall kvenna sem fá krabba- meinið á lífs- leiðinni Lífslíkur Ragnheiður Ingibjörg Mar- geirsdóttir vöruhönnuður á heiðurinn að hönnun bleiku slaufunnar í ár en tillaga henn- ar var valin úr hátt í 80 tillög- um í samkeppni sem haldin var í samvinnu við Hönnunar- miðstöðina. Útlit bleiku slaufunnar í ár, sem Ragnheiður Ingibjörg Margeirs- dóttir vöruhönnuður hannaði, má rekja til þjóðbúnings í eigu ömmu Ragnheiðar. Tillaga hennar að slaufunni var valin úr hópi hátt í áttatíu annarra. „Allt frá því að ég fór að hugleiða þátttöku í keppninni um hönnun bleiku slaufunnar var ég viss um að mig langaði til að sækja hönn- unina í gömul mynstur. Mér finnst það falleg tilhugsun að tengja slauf- una formæðrum okkar. Ég hef áður unnið með gömul mynstur, til að mynda úr þjóðbúningi Sigurðar Guðmundssonar málara. Nú sótti ég innblástur í skúfhólk á skotthúfu við þjóðbúning sem amma mín heit- in átti og móðir mín á núna,“ segir Ragnheiður. Hólkurinn sem Ragn- heiður vísar í er skreyttur tveim- ur mynstrum, en Ragnheiður not- aði bæði mynstrin á slaufurnar og eru því tvær útfærslur í boði. Á sér- stakri silfurútgáfa Bleiku slaufunn- ar notast Ragnheiður við annað mynstrið í hálsmen og hitt í nælu. „Ég hef ætíð heillast af skúf- hólknum á skotthúfunni. Amma mín spáði því að ég yrði forn- leifafræðingur enda var ég mikill dútlari og hreifst af gömlu þegar ég var yngri. Það er kannski ekki skrýtið að ég hafi endað sem vöru- hönnuður með ræturnar í arfleið- inni.“ Ragnheiður segir að bleika slaufan sé draumaverkefni. „Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir hönnuðir eiga möguleika á að fá verk sín framleidd í svona magni. Málstaðarins vegna er líka gaman að taka þátt enda alltaf ein- hverjir í umhverfi manns sem hafa þurft að standa í þessari baráttu. Ég hvet alla til að styrkja málefn- ið. Margir nota slaufuna sína áfram eftir átakið sem skartgrip, sumir safna slaufunum og ég veit að út- lendingar, sem hafa einhver tengsl við landið, eru mjög hrifnir af þess- ari hugmynd.“ Ragnheiður hefur í kjölfarið á slaufuhönnuninni hafið vinnu að eigin skartgripa línu sem seld verður á næstunni í verslun- um Leonard, sem selur silfurútgáfu slaufunnar, en Ragnheiður hefur einnig hafið störf hjá versluninni. - jma Sótti innblástur til ömmu Silfurútgáfuna af slaufunni er bæði hægt að fá sem nælu og hálsmen. „Mér finnst það falleg tilhugsun að tengja slaufuna formæðrum okkar,“ segir Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir, hönnuður bleiku slaufunnar í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.