Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 112
9. október 2010 LAUGARDAGUR64
sport@frettabladid.is
20/15 HLYNUR BÆRINGSSON átti stórleik í frumraun sinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann skoraði 20 stig og tók fimmtán fráköst er Sundsvall vann Örebro í gær, 86-60. Jakob Sigurðarson leikur
einnig með Sundsvall og skoraði hann fimmtán stig í leiknum.
Undankeppni EM 2012
A-RIÐILL:
Kasakstan - Belgía 0-2
Austurríki - Aserbaídsjan 3-0
Þýskaland - Tyrkland 3-0
1-0 Miroslav Klose (42.), 2-0 Mesut Özil (79.),
3-0 Miroslav Klose (87.).
B-RIÐILL:
Armenía - Slóvakía 3-1
Andorra - Makedónía 0-2
Írland - Rússland 2-3
C-RIÐILL:
Serbía - Eistland 1-3
Norður-Írland - Ítalía 0-0
Slóvenía - Færeyjar 5-1
D-RIÐILL:
Lúxemborg - Hvíta-Rússland 0-0
Albanía - Bosnía 1-1
E-RIÐILL:
Ungverjaland - San Marínó 8-0
Moldavía - Holland 0-1
0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)
F-RIÐILL:
Georgía - Malta 1-0
Grikkland - Lettland 1-0
G-RIÐILL:
Svartfjallaland - Sviss 1-0
Wales - Búlgaría 0-1
H-RIÐILL:
Kýpur - Noregur 1-2
0-1 John Arne Riise (2.), 0-2 John Carew (42.),
1-2 Ionnis Okkas (58.).
Portúgal - Danmörk 3-1
1-0 Nani (29.), 2-0 Nani (31.), 2-1 Ricardo Carval-
ho, sjálfsmark (79.), 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).
I-RIÐILL:
Tékkland - Skotland 1-0
Spánn - Litháen 3-1
IE-deild karla
Fjölnir - Snæfell 97-102
Stig Fjölnis: Ben Stywall 25, Ægir Þór Steinarsson
25, I. Magni Hafsteinsson 19, Tómas Heiðar
Tómasson 12, Jón Sverrisson 7, Trausti Eiríksson
4, Arnþór Guðmundsson 3, Sindri Kárason 2.
Stig Snæfells: Ryan Amaroso 31, Jón Ólafur
Jónsson 19, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean
Burton 12, Emil Jóhannsson 10, Lauris Mizis 4,
Egill Egilsson 3, Sveinn Davíðss. 3, Atli Hreinss. 2.
Njarðvík - Grindavík 68-84
Stig Njarðvíkur: Antonio Houston 13, Egill
Jónasson 12, Guðmundur Jónsson 12, Jóhann
Árni Ólafsson 11, Lárus Jónsson 7, Óli R. Alex-
andersson 4, Kristján R Sigurðsson 3, Friðrik Stef-
ánsson 2, Páll Kristinsson 2, Rúnar I. Erlingsson 2.
Stig Grindavíkur: Andre Smith 25, Ómar Örn
Sævarsson 15, Ólafur Ólafsson 13, Guðlaugur Eyj-
ólfsson 11, Ryan Pettinella 8, Björn Brynjólfsson
5, Páll Axel Vilbergsson 5, Þorleifur Ólafsson 20.
Hamar - Haukar 82-89
Stig Hamars: Andre Dabney 28/, Darri Hilmars-
son 17, Ellert Arnarson 17, Svavar Páll Pálsson 10,
Ragnar Á. Nathanaelsson 4, Kjartan Kárason 3,
Nerijus Taraskus 3.
Stig Hauka: Gerald Robinson 29, Semaj Inge 22,
Davíð Páll Hermannsson 11, Örn Sigurðarson 9,
Sævar Ingi Haraldsson 6, Óskar Ingi Magnússon
6, Haukur Óskarsson 3, Sveinn Ó. Sveinsson 3.
ÚRSLIT
Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is
Nú þegar farið er að dimma úti viljum
við vinsamlega minna íbúa á að hafa
kveikt á útiljósum við heimili sín á
næturnar til að auðvelda blaðberum
Pósthússins aðgengi að póstlúgu.
Með fyrirfram þökk,
Pósthúsið
dreifingaraðili Fréttablaðsins og
annarra dreifinga
Blöð og tímarit
Bréfasendingar
Markpóstur
Fjölpóstur
Vörudreifing
Plöstun blaða
og nafnamerking
Munum eftir að
kveikja útiljósin!
Við látum það berast
FÓTBOLTI Hafnarfjarðarliðin
Haukar og FH mætast í N1-deild
karla í dag. Eins og ávallt er mik-
ill áhugi fyrir leikjum liðanna en
ekki síst nú þar sem þau eru talin
bestu lið deildarinnar. FH var spáð
fyrsta sæti deildarinnar og Hauk-
um öðru.
FH-ingar hafa endurheimt
landsliðsmanninn Loga Geirsson
úr atvinnumennsku og hann seg-
ist vart geta beðið eftir að flautað
verði til leiks í dag.
„Þetta er bara snilld. Ég hef
beðið eftir þessum leik í sex ár,
síðan ég fór í atvinnumennsku, og
hef talið dagana. Það er skemmti-
legast að spila þessa leiki enda
hefur það verið greinilegt undan-
farin ár hversu mikill áhugi er
fyrir leikjum þessara liða,“ segir
Logi í samtali við Fréttablaðið.
„Við höfum aldrei verið sterkari
en nú. Við ætlum að mæta brjál-
aðir til leiks og við höfum verið að
skipuleggja ýmislegt skemmtilegt
í kringum leikinn.“
FH og Haukar fóru vel af stað
í deildinni og unnu bæði lið leiki
sína í fyrstu umferðinni. FH lagði
Aftureldingu og Haukar lögðu
Valsmenn.
„Það er alltaf jafn gaman að spila
þessa leiki,“ segir Freyr Brynjars-
son, leikmaður Hauka, en liðið er
handhafi allra titla á Íslandi nú.
„Það er ákveðin spenna og fiðring-
ur fyrir þessa leiki og ég hlakka
mikið til að takast á við þetta. Það
er mikil pressa á báðum liðum að
vinna leikinn.“
Hann segist
ánægður með
byrjun Hauka
á tímabilinu en
þeir komust í 32-
liða úrslit EHF-bikar-
keppninnar um síðustu
helgi með tveimur sigrum
á Conversano á Ítalíu.
„Ég átti ekki von á því
fyrir fram að við yrðum jafn
framarlega og við erum nú.
Ungu strákarnir í liðinu hafa
verið að taka þetta skref
sem ég gerði ekki ráð fyrir
að kæmi alveg strax. Það er
frábært enda njóta þeir góðs
af því að hafa verið viðloð-
andi liðið undanfarin ár og
fengið þannig dýrmæta
reynslu. Þeir eru líka
allir uppaldir Hauka-
menn og það þarf því
ekki að trekkja þá
sérstaklega upp fyrir leik eins og
þennan.“
Logi segir að allir Hafn-
firðingar geri sér grein
fyrir því hvað sé undir
í leiknum. „Það er alltaf
pressa, þó svo að þetta sé
bara annar leikur tímabils-
ins. Það hefur aldrei vant-
að baráttuna í þessa leiki
og bæði þessi lið eru nú
það góð að þetta snýst
meira um hugarfar
leikmanna, ekki bara
hvað þeir eru með
mörg kíló á sér.“
Haukar hafa verið
afar sigursælir undan-
farin ár en Logi segir
að FH ætli sér langt þetta árið.
„Við ætlum okkur stóra hluti. Við
lítum á alla leiki sem úrslitaleiki
og það gerum við einnig nú. Ég
lofa því að ef við vinnum þá verð
ég með eitthvað óvænt í pokahorn-
inu. Ég segi ekki meira, ég vil að
fólk mæti á völlinn,“ segir hann
kankvís.
Báðir eiga þeir von á troðfullu
húsi á Ásvöllum í dag en leikurinn
hefst klukkan 15.45. „Annað væri
skandall,“ segir Freyr.
eirikur@frettabladid.is
Sex ára bið Loga á enda
„Ég hef beðið eftir þessum leik í sex ár, síðan ég fór út í atvinnumennsku,“ segir
FH-ingurinn Logi Geirsson en hann verður í eldlínunni er Haukar taka á móti
FH í Hafnarfjarðarslag í dag. Liðin eru talin þau bestu í N1-deild karla í ár.
HAFNARFJARÐARSLAGUR Logi Geirsson er aftur kominn í FH-búninginn og verður í
eldlínunni gegn Haukum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KLÁR Í SLAGINN
Freyr Brynjarsson er spennt-
ur fyrir leik Hauka og FH í
dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ég lofa því að ef við
vinnum þá verð ég
með eitthvað óvænt í poka-
horninu. Ég segi ekki meira.
LOGI GEIRSSON
LEIKMAÐUR FH
FÓTBOLTI KR-ingar munu ekki
leyfa Björgólfi Takefusa að fara
frá félaginu án greiðslu. Það stað-
festi Kristinn Kjærnested, for-
maður knattspyrnudeildar KR, í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Björgólfur Takefusa greindi
frá því í gær að sameiginlegur
vilji – KR og hans – væri um að
slíta samstarfinu. „Það er ekki
rétt,“ sagði Kristinn. „Hann
hefur óskað eftir því að fá að fara
en hann fer ekki frítt frá okkur.
Það stendur ekki til að leysa hann
undan samningi.“ - esá
Björgólfur Takefusa:
KR sleppir Björg-
ólfi ekki frítt
FER EKKI FRÍTT Björgólfur Takefusa í leik
með KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Landslið Portúgals virð-
ist aftur komið á beinu braut-
ina eftir 3-1 sigur á Danmörku í
H-riðli undankeppni EM 2012 í
kvöld. Nani, leikmaður Manchest-
er United, fór mikinn og skoraði
tvö mörk auk þess sem hann lagði
það þriðja upp fyrir Cristiano
Ronaldo. Báðir eru þeir væntan-
legir í Laugardalinn á þriðjudag-
inn þegar Ísland mætir Portúgal.
Norðmenn eru þó langefstir í
riðlinum með fullt hús stiga eftir
þrjá leiki. Þeir unnu 2-1 útisigur á
Kýpur í gær. - esá
H-riðill í undankeppni EM:
Portúgal hrökk
loks í gang
SKORAÐI TVÖ Nani fagnar öðru marka
sinna gegn Dönum í gær ásamt félögum
sínum. NORDIC PHOTOS/AFP
KÖRFUBOLTI Íslandsmeistararnir í
Snæfelli byrjuðu leiktímabilið eins
og þeir enduðu það síðasta með
fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð
Iceland Express deild karla í gær-
kvöldi. Leikurinn var jafn nán-
ast allan tímann og liðin skiptust
á að hafa yfirhöndina. Þegar upp
var staðið var reynsla Snæfellinga
það sem gerði gæfumuninn og þeir
unnu að lokum 102-97.
„Ég er bara mjög stoltur af
strákunum að hafa náð að vinna
hérna í kvöld,“ sagði Ingi Þór
Steinþórsson, þjálfari Snæfells,
eftir leikinn í gærkvöldi.
„Við vorum að spila á móti
alveg gríðarlega góðu liði sem á
eftir að gera flotta hluti í vetur.
Það var ekki fyrr en í lokin þegar
við fórum að spila okkar varnar-
leik sem við náðum að slíta okkur
aðeins frá þeim og klára leikinn,“
sagði Ingi eftir leikinn.
Tómas Holton var nokkuð sátt-
ur við spilamennsku sinna manna,
en þeir léku virkilega vel á köfl-
um í gær.
„Við vorum mjög góðir svona
3/4 af leiknum, en síðasti leikhlut-
inn kostaði okkur of mikið,“ sagði
Tómas.
„Þetta var hraður og skemmti-
legur leikur en þegar líða tók á
fjórða leikhlutann voru það klaufa-
leg mistök sem kostuðu okkur sig-
urinn“.
Ryan Amaroso skoraði 31 stig og
tók þrettán fráköst fyrir Snæfell í
gær en hjá Fjölni voru Ægir Þór
Steinarsson og Ben Stywall stiga-
hæstir með 25 stig hvor. - sáp
Fyrstu umferð Iceland Express deildar karla lauk í gær:
Vinnusigur Snæfells gegn Fjölni
TITILVÖRNIN HÓFST Í GRAFARVOGI
Jón Ólafur Jónsson tekur hér skot að
körfunni í leik Snæfells og Fjölnis í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI