Morgunn - 01.06.1938, Page 7
Hvert fórstu?
Eftir síra Jón Auðuns fríkirkjuprest.
Það hefir verið fullyrt við mig, oftar en einu sinni, að
þeir sem verða fyrir ástvinamissi geri yfirleitt sáralítið að
því av spyrja um afdrif hins framliðna, sorgin lami þá og
dragi sw> úr þeim þrótt, að þeir spyrji lítið, eða ekki.
Eftir reynslu minni af að umgangast marga menn og ólíka,
sem mist hafa ástvini sína, fullyrði ég hið gagnstæða. Sorg-
in er vitanlega með mörgu móti, stundum er hún svo lam-
andi — fyrst í stað — að hún sviftir manninn allri hugs-
un og þá vitanlega um leið hæfileikanum til að spyrja, en
oft — og sjálfsagt miklu oftar — er eins og hún skerpi
hugsunina og þyrli upp heilum sæg brennandi spurninga,
en svæfi þær ekki. Þetta er m. a. ástæðan fyrir því að
margir, sem aldrei efuðust um ódauðleikann, þegar aðrir
áttu hlut að máli, fyllast nístandi efasemdum, þegar þeir
verða sjálfir fyrir missi.
Sorgin kennir þeim að spyrja um langtum fleira en þeir
hafa áður spurt.
Það er margra reynsla, að ástvinamissirinn fylli sál þeirra
þeirri lamandi hugsun, að vinurinn sé horfinn út í einhverja
ómælisvídd, út í einhverja ósegjanlega kuldalega fjarlœgd.
Þeirri tilhugsun fylgir sársauki, því að kærleikurinn er
stöðugt að stríða við að brúa sundin, draga úr fjarlægð-
unum; hann kýs að hafa hjá sér það sem hann elskar.
Það er hans lögmál, hans eilífa eðli.
Hvert fórstu? í meðvitund flestra manna er andaheim-
urinn — bústaður framliðinna — einhversstaðar úti í him-
ingeiminum, óra langt frá jörðunni. Þess vegna er það að