Morgunn - 01.06.1938, Síða 8
2
MORGUNN
nú á síðari árum, eftir að farið var að gefa verulegan
gaum skygnigáfunni, og dulrænum fyrirbrigðum yfirleitt,
spyrja margir undrandi: hvernig má það vera að hinir
framliðnu séu svona oft á jörðinni? Er það sennilegt að
enda þótt vegalengdirnar séu þeim ekkert svipaður farar-
talmi sem oss, að þeir séu að koma alla þessa óraleið, til
jarðarinnar, svo að segja nær sem einhverjum skygnum
manni eða konu dettur í hug að óska eftir návist þeirra?
En koma þeir þá »langar leiðir að«?
Það er einkennilegt að spurningunni: hvar er bústaður
andanna? hafa guðfræðingarnir ávalt gefið lítinn gaum.
Heimspekingurinn Oetinger réðst ákaft á prestana fyrir
sinnuleysi þeirra um þessi mál, enda hefir það frekar orðið
hlutskifti heimspekinganna að brjóta heilann um þau og
hlutskifti sálarrannsóknarmanna á siðari árum.
Hvert fórstu? Það er ákaflega eftirtektarvert að niður-
stöður sumra heimspekinganna, sem naumast höfðu við
annað að styðjast en rökbundna hugsun sína og hugmynd-
unarafl, skuli falla alveg saman við niðurstöður sumra sál-
arrannsóknarmanna, n.fl. í því að um enga fjarlægð í rúm-
inu, engar vegalengdir sé raunverulega að ræða, því að
heimur andanna sé samtvinnaður mannheiminum, gegnsýri
hann, liggi í honum og þess vegna sjái augu sjáendanna
— þegar þau opnast — heimana báða í sýnilegu sambýli.
Hinn frægi, þýzki djúphyggjumaður Jacob Boehme, mesti
dulsinni lútersku kirkjunnar, skrifar all itarlega um þetta
mál i einni af bókum sínum. Hann fullyrðir, að dauðinn
orsaki engan flutning sálarinnar til fjarlægra bústaða, held-
ur sé að eins um að ræða »hreyfing inn á við«, sem hann
kallar, nfl. að þegar sálin hafi losnað úr tengslunum við lík-
aman, sé hún samstundis og án nokkurrar hreyfingar eða
ferðalags komin ínn í æðri veröld, fullkomlega sýnileg og
áþreifanleg þar. Um himnaför Jesú segir Boehme á þessa
leið: að Jesús varð uppnuminn í augsýn Gyðinganna á
fjallinu fyrir utan Jerúsalem, þýðir ekki það það, að hann
hafi þurft að fara neitt í burt, því himinn Guðs, sem hann