Morgunn - 01.06.1938, Síða 9
MORGUNN
3
fór inn í, er oss nálægur, umkringir oss og umlykur á alla
vegu, eins og hann var sjálfurbúinn að kenna, en Gyðingarnir
skildu ekki þá kenningu og þess vegna var himnaförin að
eins táknmynd fyrir þeirra ófullkomna skilning, eins og
hún er handhæg táknmynd fyrir börnin enn í dag.
En eru þetta ekki gersamlega óbibliulegar hugmyndir?
Er það ekki kenning heilagrar Ritningar, að bústaður
framliðinna sé í »himninum«, einhversstaðar langt úti
í ómælisvíddum himingeimsins?
Þessum spurningum langar mig að svara stuttlega, og
ég mun einskorða mig við ummæli Krists.
Við nána athugun kemur í ljós, að af orðum Krists verður
ekki sannað, að hann hafi kent að sálir framliðinna ættu
bústað sinn einhversstaðar úti í himingeiminum. Sagan um ríka
manninn og Lazarus er eftirtektarverð í þessu sambandi.
Þegar ríki maðurinn er í kvölum, eftir dauða sinn, sér
hann »Lazarus álengdar«, þar sem hann er í sælustaðnum.
Ef bústaður vansælla sálna væri einhverstaðar í djúpum
jarðarinnar, eins og kirkjukenningin hélt löngum fram, og
ýmsir virðast gera ráð fyrir enn, eða nokkru ofar í rúm-
inu, en heimur þeirra sælu einhverstaðar óralangt uppi
í hæðum himingeimsins, verður slík sýn og slíkt samtal,
sem hér á sér stað milli ríka mannsins og Lazarusar,
nokkuð langt fyrir utan það, sem við getum hugsað oss
eða skilið. En sé aftur á móti sú tilgáta tekin gild, að
heimur eða öllu heldur heimar framliðinna liggi á sama
sviði, án þess að sá sem er í sæluheiminum geti að jafn-
aði skynjað inn í heim vansælla — og aftur öfugt — þá
verður þessi merkilega saga skiljanleg og ljós: Á sama
hátt og augu skyggnra, jarðneskra manna opnast, svo að
þeir geti séð inn í heim framliðinna, á sama hátt opnuðust
augu ríka mannsins svo, að hann gat séð Lazarus í sælu-
ríkinu; þeir bjuggu í nánu sambýli, þó að »mikið djúp« væri
staðfest á milli þeirra, að eins þurfti hulan að falla af aug-
um þeirra, svo að þeir gætu greint hvor annars heim.