Morgunn - 01.06.1938, Side 10
4
MORGUNN
Þegar Jesús talar um »guðsríkið« eða »himnaríkið«, á
hann bersýnilega stundum við bústaði engla og anda,
bústaði framliðinna. í 17. kap. Lúkasarguðspjalls eru mjög
merkileg ummæli um guðsríkið. í bibliuþýðingu vorri
hljóða þau þannig: »Þvi sjá, guðsríki er hið innra í yður«.
Margir vísindamenn halda þvi fram, að þessi orð væru
réttar Þýdd á annan veg, nefnilega þannig: »Því sjá,
guðsríki er meðal yðar«. — Þessarar merkingar er einnig getið
neðanmáls í biblíuþýðing vorri: »Því sjá, guðsríki er medal
yðar«. Liggur ekki nokkuð beint fyrir að skilja þessi um-
mæli Jesú svo, að hann sé blátt áfram að gefa til kynna
hið nána sambýli heimanna, hins jarðneska og hinna ójarð-
nesku, þar sem hann notar oft guðsríkis-heitið um heim
þeirra framliðinna, sem sælir eru? Guðfræðin þykist byggja
á orðum Krists — og hún gerir það — þegar hún kennir
að himin guðs sé á meðal vor og gegnsýri vorn heim,
eins og röntgengeislarnir gegnsmjúga fast efni án þess að
breyta i nokkru eðli þess; en er þá nokkuð óskynsamlegt
eða óbiblíulegt að hugsa sér það sama um himin framlið-
inna og verða ummæli Krists um þá ekki fyrst skiljanleg,
ef út frá því er gengið?
Merkileg er sagan um guðsmanninn mikla og sjáandann
Elísa, í 2. Konungabókinni, þar segir svo: »En er hann
kom út árla næsta morgun, umkringdi her með hestum
og vögnum alla borgina. Þá sagði sveinn hans við hann:
»Æ, herra minn, hvað eigum vér nú til bragðs að taka?« Hann
svaraði: »Óttast ekki, því að fleiri eru þeir, sem með
okkur eru, en þeir, sem með þeim eru«. Og Elisa gjörði
bæn sina og mælti: Jahve, opna þú augu hans svo að
hann sjái«. Þá opnaði Jahve augu sveinsins, og sá hann
þá að fjallið var alþakið hestum og eldlegum vögnum
hringinn í kringum Elísa.
Þessi saga er a. m. k. 2500 ára gömul. Kenningin um
sambýli heimanna, að engin fjarlægð í rúminu aðskilji þá,
er því ekki ný; hún er hvorki óbiblíuleg né ókristileg,