Morgunn - 01.06.1938, Síða 11
MORGUNN
5
hún á sér ríkan stuðning í gamalli og nýrri heimspeki og
loks eru nákvæmar og samvizkusamlegar rannsóknir margra
sálarrannsóknarmanna nútímans á skygnigáfunni að veita
henni öflugan stuðning. »Því, sjá, guðsríki er á meðal
yðar« sagði Kristur.
Þokulandið.
Útvarpserindi eftir sira Svein Viking.
Texti: Jóh. 20. 26-29.
í dag ætla ég að segja yður æfintýrið um Þokulandið.
Þokulandið var að mörgu leyti gott land, þó að það bæri
drungalegt nafn. Það var frjósamt víða, akrar í dölum,
fiskur í hafi, hjarðir á heiðum en lax í ám. Fólkið, sem
þar bjó, gat yfirleitt haft nóg bæði í sig og á, ef það hefði
unnt hvort öðrn réttlætis og friðar til að afla og njóta
gæða hins gjöfula lands.
En þetta land, það var altaf þoku vafið bæði dag og
nótt, bæði vetur og sumar. Þokan hékk eins og grátt
tjald allt umhverfis og byrgði alla útsýn, og enginn vissi
hvað i þokunni bjó, eða hvað hún huldi. Sumir gáfu þok-
unni litinn gaum. Þeir voru orðnir henni svo vanir, að þeir
veittu henni naumast athygli. Aðrir brutu oft um það
heilann, hvað þokan mundi geyma og hvað bak við hana
byggi. Og það var ekki að ástæðulausu, sem menn veltu
þessu fyrir sér, því að á hverju einasta ári töpuðust fleiri og
færri menn út í þokuna miklu. Þeir hurfu gjörsamlega,
þokan gleypti þá, og enginn vissi hvað af þeim var orðið.
Vinir þessara manna og ættingjar hörmuðu hvarf þeirra
og grétu þá oft bæði sárt og lengi.
Stundum kom það fyrir, að mönnum heyrðist vera
kallað einhversstaðar úti í þokunni. Sumir þóttust meíra
að segja þekkja röddina, og aðrir héldu því jafnvel fram'