Morgunn - 01.06.1938, Page 16
10
MORGUNN
þoku tilveruleysisins? Hér verður mörgum erlitt um svar.
Hér gín við huganum botnlaust hyldýpi — örvænting
um allt. En — ef Sólarlandið brosir, á bak við þokuna
miklu, og bíður eftir oss, ef líf þjóðarinnar í Þokulandinu
er hinn nauðsynlegi undirbúningur þess, að geta notið
fyllilega fegurðar og sælu Sólarlandsins, er þá ekki um
leið mörg rún og raunaspurning ráðin, ráðin þannig, að
vér sjáum vizku og náð, þar sem áður sýndist þoka og
myrkur?
Maðurinn í Þokulandinu þráir Sólarland hins eilífa lífs,
og hann hefir altaf gjört það. Þegar þeirri þrá er fullnægt
með efalausri trú eða áþreifanlegum sönnunum, þá fagnar
maðurinn í Þokulandinu. Þá beygir hann kné sín í þakk-
læti og lotning, likt og Tómas forðum, og hin sama játn-
ing er knúin fram í hæstri hrifning: »Drottinn minn og
Guð minn!«
Amen.
Var það draumur,
við andlátsfregn sonar.
Ég rölti hrygg í rúmið mitt,
það ríkti í huga sorg,
mér fanst svo hverfult heimsins líf
og hula um dauðra borg.
Ég bað til Guðs að gefa frið,
svo gæti ég sofnað rótt,
og fyrr en varði í værum blund
mig vafði hin þögla nótt.
«