Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 18
12
MORGUNN
Silver Birch lýsir aldarþróun
sálarrannsóknanna.
Bent með fyrirlitningu á viðleitni vora.
»Þegar starf vort hófst, vorum vér fyrirlitnir« sagði Silver
Birch, stjórnandi í heimilistilraunahring Hannen Swaffers1),
er hann var að lýsa þróun r.útíðarspíritisma. »Það var bent
með háði og smán á fyrstu litla viðleitni vora,« mælti
hann. »Borðhreyfingar voru hafðar að háði og spotti, en
það var allt þáttur í ákveðinni fyrirætlan, máttugum ásetn-
ingi.
Smám saman urðu áhrif vor meiri og víðtækari. Þau
fóru að ná til þeirra, sem í efnisheimi yðar áunnu sér virð-
ingu fyrir framúrskarandi afrek í lífsstarfi þeirra. Vér völd-
um þá til, af því að vér vissum, að vitnisburður þeirra
mundi verða virtur af öllum nema þeim, sem eru blindað-
ir af fordómum og hjátrú.
Fleiri og fleiri urðu snortnir af áhrifum andahyggjunnar.
Kraptur andans kom yfir fleiri og fleiri miðla. Hringurinn
víkkaði og breiddist út.
Smám saman skipuðust um oss vísindamenn, læknisfræð-
ingar, heimspekingar og trúmenn — menn úr öllum starfs-
greinum efnisheimsins, svo að allir urðu að viðurkenna
staðreyndir, sem voru í mótsögn við efnishyggjuna, sem
orðin var hið algenga, staðreyndir, sem bentu á leið til
nýrrar og hærri hugmyndar um lífið, staðreyndir, sem þýddu
dauða efnishyggjunnar.
Og á stuttum tíma, mjög stuttum tíma, hafa þessar fyrir-
J) Hannen Swaffer er einn merkasti blaðamaður í London, fyrrum
samverkamaður hins mikla blaðamannakonungs Northcliffes lávarð-
ar. Hann er einn víðkunnasti sálarrannsóknarmaður, sem nú er uppi
og þykir hafa orðið sem eftirmaður og í þeim efnum jafnoki hins
fræga rithöfundar og spíritista Arthur Conan Doyles.