Morgunn - 01.06.1938, Side 19
MORGUNN
13
litnu »borðhreyfingar« orðið eina hreyfingin í efnisheimin-
um, sem getur bjargað trúarbrögðum frá að deyja út.
Af þessu má sjá, hvað framkvæmt hefir verið á tæpum
hundrað árum og gjöra sér í hugarlund, hvað mun verða
framkvæmt á þeim tíma, sem í hönd fer.
En nú sem stendur er það sem mestu varðar, að oss
vantar fleiri miðla, vantar miðla, sem hafa fullkomna trú
á mátt andans til að leiða þá og innblása. Oss vantar að
allir þeir, sem hafa þessa þekking, noti hana svo að öðr~
um megi verða til góðs, svo að sannleikurinn megi bera
ljós inn í Iífsmyrkur mannanna.
Oss vantar það að þessi sannleikur komi þannig í ljós í
daglegu lífi, að allir megi kannast við boðbera hans vegna
þess, hvernig þeir lifa og sjá að þeir eru í sannleika guð-
legir sendiboðar vegna ráðvendni þeirra og hreinleika eig-
in lundernis þeirra. Og þá vantar oss, að þeir fari allir út
um efnisheiminn og þessi þekking verði hagnýtt á hverju
sviði mannlegs lífs.
Oss vantar að þeir fyrst verði betri sjálfir og því næst
að þeir gjöri sig hæfa til þjónustu fyrir aðra.
Það hefir verið komið í verk meiru en þér getið séð,
en það er ekkert í samanburði við það, sem mun verða
gjört hér á eftir.
Litist um i efnisheimi yðar og ráðið táknin. Sjáið hrun
hinna fornu og útslitnu trúarjátninga og kennisetninga og
hversu guðfræðikerfin eru á yðar dögum að ganga úr
gildi. Byggingin, sem reist er á grundvelli rangrar trúar, er
að hrynja saman allt umhverfis yður.
Vér höfum byggt á grundvelli þekkingar; og enginn
stormur getur skollið á, sem nokkurn tíma mun hagga þeim
grundvelli, sem vér höfum byggt á, því að það er á sann-
leika, guðlegum sannleika. Löngu eftir að þér hafið hætt
störfum í efnisheiminum, mun musterið, sem þér hjálpuðuð
til að reisa, standa föstum fótum til minningar um störf
yðar.