Morgunn - 01.06.1938, Side 21
MORGUNN
15
ingu, sem hefir orðið svo dýrmætur fjársjóður fyrir hungr-
aðar sálir, sem þráðu þann sannleika, sem gæti fullnægt
þeim, sem gæti numið burt allan sársauka hjartna þeirra
og svarað upurningum hugarins og efasemdum sálna þeirra.
Þreyttir á útslitnum þrætuefnum sneru þeir huganum til
himins og væntu eftir tákni, alveg eins og þeir forðum
litu til himna og bjuggust við að fá þaðan opinberun frá
öðrum heimi.
Þannig færum vér efnisheiminum með aðstoð yðar þá
þekking, sem notuð á réttan hátt veitir frelsi öllum börn-
um hins mikla anda — ekki að eins frelsi fyrir sálina, ekki
að eins frelsi fyrir hugann, heldur frelsi einnig fyrir líkamann.
Oss er ekki að eins áhugamál að leysa sálir úr fjötr-
um. Vér leggjum kapp á að bjarga efnislikömunum frá hin-
um aumlegu kjörum, sem þeir eiga við að búa. Fyrirætlan
vor er þreföld, frelsi fyrir hugann, frelsi fyrir sálina,
frelsi fyrir líkamann.
Ég veit, að þegar þér eruð að starfa að því að Iáta
þetta felast í sannleikanum, sem við birtum, þá mætið þér
andstöðu frá þeim, sem óttast að þeir geti ekki fylgzt með
alla leið. En sannleiki vor grípur yfir allar hliðar lífsins.
Eins og ekkert er í alheiminum, sem lögmálsstarf hins
mikla anda ekki nær til, þannig er engin hlið lífsins, sem
andlegur sannleiki vor ekki á að ná til.
í allri viðleitni yðar til að reisa hinn fallna, veita hjálp
hinum veika og varnarlausa, styrkja þá sem fara á mis
við nauðsynjar lífsins, til að fá hlutdeild í yfirgnæfandi ör-
læti hins mikla anda, í að bæta úr ranglætí, jafna hið
ójafna, veita fæði þeim sem hungraðir eru, skjól hinum
heimilislausu — vil ég að þér vitið, að allt þetta er þáttur
í því starfi, sem vér erum að vinna.
Vér leitumst ekki við einungis að hefja upp sálirnar, og
svo skeyti þær ekki um velferð félagsbræðra sinna. Því
meiri þekking sem þér öðlizt á andlegum sannleika, því
meiri verður löngun yðar til að þjóna þeim, sem vegnar
miður en yður.