Morgunn - 01.06.1938, Side 23
MORGUNN
17
lega loftslagi, sem þeir virðast hafa verið fluttir inn i, er
allt særandi ósamræmi jarðarinnar þagnað og djúpsett
ánægja gagntekur þá. Þeir geta ekki alið í brjósti sér nein
umkvörtunarefni þá; þeir geta ekki fundið til neinnar -öf
undar; þeir geta ekki fundið til neinnar gremju, jafnvel
ekki gegn þeim, sem mest hafa gert á hluta þeirra.
Á slíkum tímum eru jafnvel þeir karlar eða konur, sem
venjulega eru talin meðalmenn, ummynduð eða hafin upp
og alt umhverfis þau streyma út frá þeim góðgirnis-áhrif.
Þegar menn eru í þvi skapi, finna þeir, að þeir þurfa
ekki annað en hlusta á þegjandi boðskap frá einhverri
uppsprettu utan við þá til þess að fá ríkulega hressingu
fyrir sál sína.
Þá er það að englar guðs koma og veita þeim þjónustu,
sem hungrað hefir og þyrst eftir réttlætinu, og gefa þeim
forsmekk himnaríkis.
Slíkar sælustundir gætu verið miklu tíðari og varanlegri,
ef þeir, sem leita eftir andlegri fræðslu, gerðu sér grein
fyrir þessu og lærðu að öðlast hjálp frá englunum.
Þeir, sem dvelja þar, sem ég hefi kallað aldingarð himna-
ríkis, njóta þessa kyrláta íagnaðar i miklu rikara mæli, og
njóta hans ávalt. Það er þetta stöðuga hugarástand, sem
menn njóta hér að eins með ófullkomnara hætti, og það
sjaldan, sem mér fanst vera merkilegasta breytingin, er
gerst hafði á þeim, sem ég hafði þekt á jörðunni og hitt
aftur sem engla. Ég vildi óska, að ég hefði mátt til að
lýsa þessu. Svo að aðrir gætu skilið það, skilið þann dá-
samlega yndisleik, þá blíðu, þá hjálpsemi, þann andlega
mátt, sem allir þeir hafa öðlast, sem orðið hafa fyrir þess-
ari sæluríku ummyndan, hvað ólikt sem hlutskipti þeirra
kann að haía verið í þessu lífi. Ég hefi til dæmis að taka
lýst nokkuð hinum sáru raunum, sem N. gekk i gegnum,
og ef ég gæti lýst þvi, hvernig hann er nú og hvernig eg
hefi séð hann, þá er ég þess fullvís, að það mundi gefa
endurnýjaða von og hugrekki mörgum, sem þungum byrð-
um eru hlaðnir og hafa látið hugfallast, mörgum sem eru
2