Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 24
18
MORGUNN
að berjast, eins og hann varð að berjast á jörðunni, við
sára fátækt og þungbæra sorg.
Þó að slikar hraustar sálir kunni að hafa lifað lítilfjör-
legu og auðvirðulegu lífi, og ekki látið eftir sig nein göfug
afreksverk, sem geta vakið kapp hjá fjölda manna, þá eru
þeir i himnaríki taldir meðal afreksmanna lífsins.
Þegar ég var við hjúkrun meðal kotafólksins og var ein
af hjúkrunarkonum spítalans, heyrði ég oft talað um ung-
an aðstoðarprest, sem hafði valið sér verksvið í óhrein-
asta hluta borgarinnar. Fátæklingarnir þar kölluðu hann
»manninn« og lögðu áherzlu á greininn »inn« til þess að
aðgreina hann frá öllum öðrum mönnum, sem þeir þektu.
Þegar ég kyntist honum líka, sá ég hvað nafnið átti vel
við, sem þeir höfðu gefið honum. Marga góða menn hefi
ég hitt síðan, og sumir þeirra hafa getið sér frægð í þjón-
ustu kirkjunnar, og aðrir þeirra í einstökum stéttum lífsins,
en enn er hann í endurminningu minni maðurinn\ hann
var hávaxinn, samsvaraði sér vel, kraftalegur, fríður og
hefði vakið aðdáun hvarvetna. En það var sál hans, sem
gerði hann að manninum. Hann virtist hafa losað sig við
öll merki eigingirninnar. Hann varði af öllu hjarta og með
fögnuði sínum glæsilegu gáfum, andlegum, siðferðilegum,
vitsmunalegum og líkamlegum í þjónustu meistarans innan
um kotafólkið. Enginn maður hefur nokkuru sinni verið
lausari við alt, sem minti á hræsnistal, breytni hans sam-
svaraði æfinlegu kenningum hans. Hann flutti með sér eitt-
hvert loftslag, sem út af fyrir sig var uppörvun til sannr-
ar karlmensku. Þeir, sem sokkið höfðu niður í dýpstu óvirð-
ing, gátu ekki annað en virt hann. Mörgu mannflaki kom
hann á réttan kjöl og gerði aftur menn úr þeim. Fátækl-
ingarnir elskuðu hann mjög og báru lotningu fyrir honum.
Hvenær sem þeir voru í vafa um eitthvað var það talið
taka af allan vafa, svo að ekki yrði um deilt, ef maðurinn
hafði eitthvað um það sagt.
Ég misti af honum skömrnu eftir að ég fór úr spitalan-
um. Ég heyrði þá aldrei nefna hann, sem komist höfðu til