Morgunn - 01.06.1938, Blaðsíða 26
20
MORGUNN
og trúarlegri reynslu. Flestir kristnir menn þykjast trúa
því, að þessar frásagnir ritningarinnar s£u sannar.
Nokkurir sálmar eru enn sungnir í kirkjunum, sem lýsa
yfir fagnaðarríkri trú safnaðarins á veruleik engla-þjón-
ustunnar, jafnvel á vorum tímum. Ég hefi heyrt meira
en einn söfnuð syngja þetta með guðrækilegum hita:
Þeir koma frá kærleikans heimi,
þeir koma úr friðarins geimi,
úr ljósheimi líða þeir niður
og líknsemi’ er með þeim og friður.
Þeir vaka yfir veraldar mönnum,
sem velkjast í óttans hrönnum.
Ó farið þið frá okkur eigi,
en fetið guðs miskunnar vegi.
En einkum við jarðlífsins enda
þeir ástar kveðjuna senda
og hvísla frá himnesku sviði:
Far héðan til drottins í friði.
Og samt er það, þrátt fyrir þá ánægju, sem margir
kristnir menn hafa af því að syngja þennan sálm, að ég
er sannfærð um, að mikill meiri hluti þeirra trúir þessu
ekki í raun og veru. Kynlegt er það að kristnir menn
yfirleitt rengja, með jafn-mikilli fyrirlitning eins og römm-
ustu efnishyggjumenn á þessari tuttugustu öld, alla reynslu,
er vitna má til sem sannana fyrir því að lifið haldi áfram
eftir dauðann, og að þeir, sem kallaðir eru dánir, geti
komist í samband við lifandi menn og geri það líka, eius
og víða er skýrt frá í ritningunni. Ef þeir trúa í raun og
veru þessum frásögnum ritningarinnar, þá er mér það
óskiljanlegt, af hverjum ástæðum þeir halda því fram af
svo mikilli þrákelkni, að slíkt geti ekki gerst nú á tímum.
Það er miklu meiri sannleikur en skáldskapur í sálminum,