Morgunn - 01.06.1938, Síða 27
MORGUNN
21
sem ég hefi tilfært. Það verður gleðidagur fyrir hinn
kristna heim, þegar þeir, sem syngja þennan sálm, trúa
því í raun og veru, sem þeir eru að syngja, og kirkjurnar
og aðrar stöðvar fyrir boðun fagnaðarerindisins lýsa yfir
trú sinni á þjónustu englanna og færa sér hjálp þeirra
í nyt.
XXII.
Englarnir hafa sagt mér, að eftir dauðann fari andinn
inn á það tilverusvið, sem samsvarar ástandi sjálfs hans.
Þetta er samkvæmt lögmáli, sem allir andar eru háðir,
og það má líkja því við áhrif þyngdarlögmálsins á jarð-
neska hluti á jörðunni. Lífið, sem hér hefir verið lifað,
ákveður, hvort andinn fer upp á við eða niður á við,
þegar hann yfirgefur líkamann. Ef lifið hér hefir verið gott,
þ.á fer það á svið þar sem það fær hvíld og ánægju og uppörvun
til meiri framfara. Ef lífið hér hefir verið illt, þá fer það
á svið þar sem það þjáist. Andinn uppsker æfinlega það
sem hann hefir sáð. Eins og það eru til svið, sem eru
löguð eftir ýmsum stigum á leiðinni upp á við, eins eru
önnur svið, sem eru hæf hnignunarástandinu. Mér hefir
verið sýnt nokkuð af tveimur þessara Iægri sviða. Ég var
að halda eftir ljósvegi í andalikama minum og á honum
stóð bjartur engill, sem benti mér. Ég hélt áfram eftir
þessum vegi og kom að jaðrinum á miklum skógi. Ljósið
þar var líkt birtunni, sem oft er í London siðdegis á
drungalegum vetrardögum, þegar sólin er alveg hulin af
lágum blýlituðum skýjum, þrungnum af regni, og kveikja
verður ljós í húsum til þess að lesa við. Skógurinn var
afar þungbúinn og dimmur ásýndum.
Þúsundir af framliðnum körlum og konum á ýmsum
aldri reikuðu þar á milli trjánna. Mikill var munurinn á
þeim og englunum í aldingarði himnaríkisl Þar ljómaði
hvert andlit af helgum friði og fögnuði, en á hverju and-
liti hér var svipur, sem lýsti djúpsettum óróleik, synd og
örvænting. í aldingarði himnaríkis^hljóma glaðlegir lof-