Morgunn - 01.06.1938, Page 33
MORGUNN
27
Ég hafði verið í miklum vandræðum út af því að hafa
séð illa anda freista manna á jörðunni til að gera ilt, og
eg spurði bróður minn, hvort það væri mögulegt, að eg
gæti fengið nokkura skýringu á þessu.
»Því fer enn fjarri að við skiljum að fullu alla leyndar-
dóma um vegi guðs,« svaraði hann, »og því síður geta
þeir skilið þá, sem enn eru á jörðunni. Láttu þér þá nægja
að vita, að i góðu og vísdómsfullu skyni er illum öndum
stundum leyft að hverfa aftur til jarðarinnar; það er guði
til dýrðar — eins og alt annað, sem mörgum mönnum á
jörðunni virðist nú ekki í samræmi við þann óendanlega
kærleika, seni við vitum að hann er, Og þessum illu önd-
um er leyft nokkurt frelsi í vali þess, sem þeir taka sér
fyrir hendur; með því færa þeir sönnur á það, hvort útsæði
einlægrar iðrunar hefir fest rætur í þeirra skuggalegu sál-
um«.
»Ég hefi ekki misst son minn«.
Fræg listakona sannar framhaldslíf með eigin
sálrænum hæfileikum sínum.
Ritstjóri vikuritsins »Psychic News« segir svo frá í blaði
sinu 25. des. 1937.
Fræg myndgjörðarkona (sculpturess), skáldsöguhöfundur
og landkannari Claire Sheridan segir frá þvi í eftirfarandi
grein, hvernig hún er í stöðugu sambandi við son sinn
Dick, sem dó á þessu ári (1937).
Þegar hinn ungi maður féll frá, var fjöldi blaða, sem
rituðu hluttekningargreinar um hina harmþrungnu móður.
En án þess að heimurinn vissi af, tókst henni fljótt að
ná sambandi við son sinn, svo að er hún hafði fengið
sönnun fyrir framhaldslífi hans og leiðbeiningum, þá breytt-
ist gjörsamlega útsýn hennar yfir lífið.