Morgunn - 01.06.1938, Síða 34
28 MORGUNN
»Hann gaf mér ráð, huggaði mig og hughreysti« segir
hún.
í fyrstu óskaði frú Sheridan ekki að birta reynslu sína.
Henni fannst hún vera sér of heilög. Ég benti á, að það
mundi veita mörgum harmþrungnum huggun. Hún afréð
þá mjög einbeitt að segja sögu sina og skýra hispurslaust
frá hinum óbærilega harmi sínum og hve ósegjanleg gleði
það var henni, er hún fann son sinn aftur.
Grein frúarinnar.
Hann var mér svo dýrmætur sonur minn. Hann var
einkasonur minn, og fæddist fimm dögum áður en faðir
hans féll í ófriðnum.
Ég lifði fyrir hann og það var ekkert annað til, sem
mér þætti vert að lifa fyrir. Failegur var hann, fegurð
sálar hans endurspeglaðist í augum hans og líkamsfegurð
hans jafnaðist nálega við hugsjónarfegurð griskrar listar.
Að sama skapi stóð framtíð hans mér glæsileg fyrir
sjónum. Hvenær sem ég hugsaði um það þóttist ég í
honum eygja uppfylling fegurstu vona minna.
Hugprýði hans og kjarkur, vitsmunir hans og gáfur,
gáfu vonir um að rætast mundu allir draumar mínir um
hann allt frá fæðingu hans. En gleði mín yfir honum var
þó ótta blandin. Ég var hrædd um að ég kynni ,að missa
hann. Hann var mér eins og gjöf, sem forsjónin ætti og
án hans var ég sannfærð um, að ég gæti ekki lifað. Og
ég ætlaði ekki að gjöra það.
Frá því að hann var aðeins lítill drengur vorum við
vön að tala um þetta. Hann fullvissaði mig um, að ef
hann missti mig, mundi hann fara með mér, því að án
mín gæti hann ekki lifað. Ég lofaði því einnig, að ef hann
færi á undan mér, mundi ég fylgja honum. Það var nokk-
urskonar helgur sáttmáli milli okkar.
Hann hafði svo mikla ást á hafinu, og það var sjórinn,
sem átti að sameina okkur.
Eftir/ að_ hinn hræðilegi^ atburður hafði gjörst, sat ég á