Morgunn - 01.06.1938, Page 35
MORGUNN
29
kletti í afskekktri vík við Miðjarðarhafið og sagði við
sjálfa mig: »Það þarf minni áreynslu til, en að fá morgun-
bað í köldu vatni«. Og af því að ég kunni ekki að synda
vissi ég, að ég þurfti nú ekki nema örfáar mínútur að
vera aðskilin frá honum.
En þá barst mér til eyrna aðvörun: »Ef þú styttir þetta
líf, þá verður þú að lifa það sama upp aftur og aftur . . .
þangað til þú hefir öðlast skilning«.
Þetta var fyrir næstum því einu ári, ári sem hefur verið
fyrir mig svo auðugt af opinberunum að stundum finnst
mér sem ég sé endurborin.
Það var ekki mánuður liðinn frá því að hann var kom-
inn yfir, þegar ég varð vör við, að ég gat ritað skeyti frá
honum í myrkri. Hann sagði: »Það er tvennskonar skrift,
ésjálfráð og innblásin: Mér er sagt að þetta sé innblásið«.
Af því, sem hann sagði mér, sannfærðist ég um, að við
gætum unnið meira gagn, beggja megin við hið þunna
tjald sameinuð á þennan hátt, heldur en hann hefði leyst
af hendi jarðneskt æfistarf.
Sex mánuðum síðar er ég var stödd í óbygðum Norð-
Vestur-Ameríku, fjarri hinum villigjörnu krókavegum
mannlífsins, talaði ég upphátt við hann, og fékk frá hon-
um þögul en skýr svör hans. Samræður okkar fóru venju-
lega fram um sólsetur, eins og þegar hann var lítill dreng-
ur og við vorum vön að draga okkur frá öðrum mönnum
til þess að masa ein um okkar hjartans mál.
Undir þessum nýju kringumstæðum kom hljómurinn af
mínum eigin málróm mér til sjálfrar mín. Hann virtist eins
og titra í kyrðinni.
Það var ekki fyrr en nokkrum vikum seinna, þegar ég
fór i Iangferð heim aftur til Englands gegnum Panama-
skurð, að við komumst á svo hátt stig að geta átt langar,
þöglar samræður.
Hann gaf mér ráð, huggaði mig og hughreysti. Þegar
við stóðum hvort hjá öðru frammi á þilfarinu, lagði hann