Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 36
30
MORGUNN
handlegginn yfir herðar mér, og ég var vör við málróm
hans, sem ég þekki svo vel, þótt hljóðlaus væri.
Við töluðum með ákefð og hratt, og stundum vissi hann
efnið í hugsun minni, áður en ég gat lokið við að koma
orðum að henni.
Þegar ég mintist hins dásamlega sumars meðal Rauð-
skinnanna sagði ég við hann: Ég vona þú verðir ekki
leiður af því, að ég fer aftur til London.«
»Hvað áttu við?«, ég gat heyrt áherzluþungann í svari
hans. »Við erum að fara til að starfa, er ekki svo?.
Hann hjálpar mér vissulega. Starf mitt hefir verið nokk-
urs konar samvinna okkar. Ég á að rita bókina um ferð
okkar í Norður-Ameríku, en svo ætlar hann að rita um
sig og mig — »ekki til að fá peninga fyrir eða til þess
að seðja forvitni, heldur til að hjálpa.« Hann stendur fast á
því, að »við verðum að hjálpa«.
Ég sé það nú, að í öllu þessu er ekkert undarlegt. Það
hefði verið undarlegt, ef það hefði ekki gjörzt. Ég veit líka
að ég get beðið. Ég get séð hvernig það endar.
Svo mun fara, þegar heimurinu hefir öðlazt raunverulega
trú, sjón og skilning, þá munm vér verða laus við angistina,
sem lífsreynslunni fylgir.
Foreldrar og kirkjan munu þá alt frá fyrstu barnæsku
gjöra oss skiljanlegt sambandið milli Iifs og dauða. Þá mun
ekki vera neinn harmur né tár, því að vér munum vita,
að sá sem er kominn yfir, er oss nær heldur en ef hann
væri fjarverandi á ferðalagi.
Vér munum líka kunna að meta, að hinu megin er
miklu áhrifameira starf unt að vinna, og ekki láta oss
koma til hugar að óska að þeir væru komnir aftur.
Sira Kristinn Daníelsson, þýddi.