Morgunn - 01.06.1938, Page 37
MORGUNN
31
Mikilvægi sálarrannsóknanna.
Eftir Einar H. Kvaran.
Erindi flutt í Stúdentafélagi Reykjavikur.
Formaður yðar hefir sýnt mér þá alúð að mælast til
þess að ég rabbaði við yður dálitla stund um »sálræn efni«.
Hann orðaði það svo, og þið sjáið, að hann hefir ekki
niarkað mér þröngan bás. Manni, sem hefir verið að kynna
sér þessi efni um rúman aldarfjórðung, ætti ekki að vera
mjög örðugt að verða við slíkum tilmælum. Svo mun ykk-
ur finnast, og mér finst það eðlilegt.
Samt geri ég ráð fyrir, að formanninum hafi fundist
kenna hjá mér nokkurrar tregðu. Sú tregða stafaði ekki ein-
göngu af ódugnaði mínum og hinum og öðrum einkenn-
um ellinnar, sem ég er farinn að verða var við. Hún staf-
aði líka af því, að mér fanst mér mundi veita svo örðugt
að átta mig á því, um hvað ég ætti að tala. Mér stóð
lifandi fyrir hugskotssjónum viðtal, sem ég hafði átt við
ýmsa menn eftir erindi um sálræn efni, sem frægur útlend-
ingur flutti hér í bænum fyrir ekki löngu. Ef það erindi
hefði verið flutt hér í bæ fyrir aldarfjórðungi, og þótt
seinna hefði verið, þá hefði farið líkt um það eins og fagn-
aðarerindið, sem flutt var í upphafi kristninnar, og var
Gyðingum hneyksli og Grikkjum heimska. Það hefði vakið
undrun og hneyksli og háð og reiði. Ég átti tal við all-
marga menn um þetta erindi. Sumum þótti það gott. En
þeir voru allmargir, sem fanst fátt um. Ekki fyrir það, að
þeim fyndist það neitt undrunarefni, eða nein hneykslunar-
hella; ekki heldur hefði maðurinn sagt neitt, sem ástæða
væri til að hæðast að, eða verða reiður út af. Heldur
vegna þess, að vþetta vitum við alt samam. Ég efast nú
mikillega um, að allir, sem svo töluðu, hafi vitað það alt,
sem ræðumaður sagði; eða réttara sagt, eg vissi, að þeir
gátu ekki vitað það alt. En sannleikurinn er sá, að margir
hér hafa fengið mikla þekkingu í sálrænufn efnum. Og