Morgunn - 01.06.1938, Side 38
32
MORGUNN
jafnframt eru hin sálrænu fyrirbrigði orðin svo samgróin
hugsanalífi sumra manna hér, að hugur þeirra er svo vel
við búinn öllum þekkingarauka um þau, að þeim finst þeir
»vita þetta alt« þó að svo sé ekki í raun og veru,
Og jafnframt því, sem vér getum í eiginlegasta skiln-
ingi nefnt þekkíngu á sálrænum efnum, hafa þær hug-
myndir og kenningar, sem hvarvetna standa í sambandi við
þá þekkingu, læst sig svo um hugi manna hér á landi, að
það er stórmerkilegt, ekki lengri tími en liðinn er, síðan sú
þekking barst hingað til lands og farið var að boða hana.
Mér verður það ávalt minnisstætt, þegar ég átti fyrir
nokkrum árum tal við einn af prestum vorum. Hann taldi
sér óhætt að fullyrða, að sá væri enginn af kennimönnum
landsins, sem ekki hefði breytt skoðunum sínum um annað
líf fyrir sálarrannsóknirnar. Og merkilegt tímanna tákn er
það óneitanlega, að vér höfum nýlega fengið barnalærdóms-
kver, þar sem áhrifanna af hinni sálrænu þekkingu kenn-
ir greinilega — þó að ekki sé kunnugt um höfundinn, að
hann hafi að neinu leyti verið beinlínis við þá hreyfingu
riðinn,
Ég geri ráð fyrir, að þegar mælst er til þess, að ég tali
eitthvað um »sálræn efni«, þá sé búist við því, að talið
lúti einkum að því, sem hér á landi hefir verið nefnt sál-
arrannsóknir, eða rannsókn dularfullra fyrirbrigða, eða spiri-
tismi eða andatrú, eða galdrar eða draugakukl, eftir því hvað
menn hafa nú orðað þetta nákvæmlega rétt. Á þess máli
eru margar hliðar, eins og þér sjálfsagt skiljið. Ein aðal-
hliðin eru auðvitað fyrirbrigðin sjálf — þetta, sem menn
hafa fengið að sjá og heyra og reyna með ýmsum hætti
í þessari grein, síðan er rannsóknirnar hófust, fyrst í smá-
um stíl og fyrirlitnar af flestum, fyrir h. u. b. 80 árum, og
fram á þennan dag. þegar þær eru orðnar að alheimshreyf-
ingu, sem sumir af frægustu vitmönnum veraldarinnar eru
leiðtogar í. Ég ætla að fara mjög lauslega yfir þá hliðina,
nota heldur tækifærið til að benda á mikilvœgi málsins,
vekja athygli 'yðar á einhverju broti af því útsýni, er þeim