Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 42
36
MORGUNN
ekkert sagt með vissu. Hitt er víst, að það er miklu al-
gengara nú en t. d. fyrir aldarfjórðungi, að menn viti af
þeim. Sennilega er það vegna þess, að nú eru menn
betur við því búnir að athuga þá, og þeim athugunum er
nú betur tekið en áður. En hvað sem því líður, hafa sál-
arrannsóknirnar leitt það i ljós, að sálarlíf allra manna er
margbrotnara, fjölþættara, en vér höfum gert oss í hugar-
lund
Kynlegt er það, að íslenzk alþýða virðist hafa haft hug-
boð um þennan sálfræðilega sannleika, um margbreytnina
eða skiftingu á persónuleikanum, löngu áður en nokkur
fregn gat um það borist til íslands, að vísindalegar upp-
götvanir hefðu verið gerðar í þessa átt, þó að hugmynd-
irnar um þetta hafi orðið nokkuð með öðrum hætti en nú
er hallast að. Ef til vill sjáum vér það ljósast í þjóðsögum
Sigfúss Sigfússonar. Þar stendur, að þjóðtrúin hafi sagt,
að hver maður væri félag af 7 verum, sumum af þessum
heimi, er fylgdu líkamanum, en öðrum af andaheiminum,
sem fylgdu andanum eða sálinni. Þessi staðhæfing hins
míkla þjóðsagnamanns er í mínum augum talsvert merki-
leg. Hún er mér betri lykill, en ég hefi áður fengið, að
hinni íslenzku draugatrú, sem í sumum efnum er mjög
torskilin og furðuleg. Jón Árnason segir í inngangi sínum
að draugasögunum, að draugar séu dauðir menn, er trúað
hafi verið, að væru á reiki eftir að þeir væru dauðir eða
grafnir. Sigfús er sá maðurinn, sem líklegast hefir þekt
íslenzka þjóðtrú allra manna bezt, því að hann varði mikl-
um hluta æfi sinnar til þess að tala við alþýðumenn um
þjóðtrúarefni. Fyrir þessa staðhæfing hans er ég þess ekki
fullvís, að ummæli Jóns Árnasonar um draugana séu und-
antekningarlaust rétt frásögn af jijóðtrúnni. Ég hefi ástæðu
til að ætla, þó að ég geti ekki fariö frekara út í það nú,
að þjóðin hafi ekki æfinlega trúað því, að svípir, sem tal-
ið var að sæjust, væru hinir framliðnu menn sjálfir. Ég
hygg, að stundum hafi rnenn haldið, að þeir væru einmitt
þessar verur, sem Sigfús talar um að fylgi líkamanum. Og
J