Morgunn - 01.06.1938, Page 45
MORGUNN
39
Ég tilfæri þetta ekki sem neina sönnun. En það er bend-
’ng- Og slíkar bendingar hafa komið margar. Þetta er í
raun og veru eitt af hinum mikilvægustu rannsóknarefnum
fyrir vitmenn veraldarinnar. Það er svo margt við þessar
rannsóknir. sem menn hafa séð eins og viö eitthvert íeift-
urljós. En eftir er að fá á það stöðugt sólskin vísindalegrar
rannsóknar.
Það væri að sjálfsögðu kynlegt að vera að tala um
mikílvægi þessa máls og minnast ekkerf á trúarlegu hlið-
ina. Það er auðvitað sú hliðin, sem hefir skipað mest
rúm í hugum almennings. Það er hennar vegna, til dæmis
að taka, að nú eru 500 spíritista-kirkjur í Englandi. Það
er hennar vegna, að spíritistar í Bandaríkjunum eru nú
10 miljónir. Og þá er ótalinn sá mikli manngrúi í þessum
löndum, sem ekki hefir tekið sig út úr, en er samt alveg
sammála hinum, sem opinskárri eru og bundist hafa félags-
skap út af þessari sannfæring sinni. Þegar á að tala um
þá hliðina á fáeinum mínútum, fer manni líkt og þeim,
sem skuldar eina miljón, en á 100 krónur upp í það.
Hvað á hann að borga með þessari Iitlu fjárhæð? Og
hvað á að segja um þessa hlið málsins á örstuttri stund?
Mér kemur til hugar að láta hér getið ummæla eftir
enskan rithöfund, Robert Blatchford. Ég hefi einhversstað-
ar lesið, að hann hafi að líkindum fleiri lesendur en nokkur
annar enskur maður, sem við ritstörf fæst. Hann var um
langa æfi ákveðið andvígur trúarbrögðunum, en sann-
færðist um samband við framliðna konu sína. Enskur
prestur hafði í ádeilugrein um spíritismann kveðið svo að
orði: »Spíritisminn fæst ekki við neitt annað en lífið eftir
dauðann. Hin miklu gjaldþrot spíritismans eru í því fólgin,
að hann getur ekkert sagt oss annað en það, að menn,
sem hafa .farið yfir um, geti komist í samband við oss«.
Því svarar Blatchford á þessa leið: »Ekki annað en það!
Spíritisminn getur aðeins sagt oss, að ástvinir vorir, sem
frá oss eru farnir, séu lifandi, og að vér eigum að hitta
þá aftur. Hann getur aðeins sagt oss, að ástin sé sterkari