Morgunn - 01.06.1938, Síða 47
MORGUNN
41
landsins, sem ekki hefði breytt skoðunum sínum um annað
líf fyrir sálarrannsóknirnar. Hvað er það, sem hefir breytt
skoðununum? Auðvitað frásagnir framliðinna manna. Vér
getum ekki fengið vitneskju um annan heim með öðrum
hætti, nema ef það kynni að vera með sálförum, sem bæði
eru fátiðar fremur, og sizt áreiðanlegri en miðlasambandið.
Og hvað hefir breyzt í skoðununum? Ef þér lítið i »kverin«,
sem æskulýður þjóðar vorrar hefir fengið trúarbragða-
frasðslu sína af, allt frá Ponta gamla til kvers síra Helga
Hálfdánarsonar, sjáið þér, að öll kenna þau það, að eilífðar-
örlög mannanna séu ákveðin við andlátið, eftir því, hvernig
tekist hefir með þetta líf. Annaðhvort eru menn þá guðs
börn eða börn hins vanda, og eftir því fer hagur þeirra
um alla eilífð. Hvað sem einstakir kennimenn og aðrir
fræðarar kunna að hafa innrætt börnunum, þá hefir þetta
ómótmælanlega verið hin viðurkenda kenning íslenzku
kirkjunnar og allra annara kristinna kirkna, að undanteknum
Universalistum og Unitörum. Kenningin, sem upp úr sál-
arrannsóknunum er sprotin, er þessu mjög fjarlæg. Sam-
kvæmt henni fer auðvitað farsæld og ófarsæld annars
heims, eftir því, hvernig menn koma út úr þessu lífi og
efíir því, hvernig menn haga sér, þegar þeir eru komnir
inn í annað lif. En framundan öllum liggur þroskabraut
eilifðarinnar, ef þeir vilja leggja út á hana. Þetta er, eftir
því sem mér skilst, þungamiðjan í breytingunum, sem
presturinn mintist á. Einhverjum kann að finnast hún lítil,
eins og enska prestinum fanst lítið um þá breyting, að
æenn fengju að vita með vissu, að unt væri að fá sam-
band við framliðna menn. En hún er í raun og veru svo
stórkostleg, að ég hygg, að hverjum manni, sem íhugar
hana vandlega, verði það ljóst, að mannsandinn hefir ekki
niagn til þess að meta mikilvægi hennar. Hún veldur
gagngerðri umturnan á útsýni andans yfir alheiminn.
Ýmsar aðrar breytingar hafa orðið á skoðunum manna
um annað líf, og mjög merkílegar. Ég sé mér ekki fært að