Morgunn - 01.06.1938, Síða 48
42
MORGUNN
fara út í þær. Ég verð, hvort sem er að stikla lauslega á
öllu, sem ég minnist á í kvöld.
Þessari hreyfingu allri, sem ég hefi verið að tala um í
kvöld, hefir verið borið það á brýn, — jafnvel af sumum
þeim mönnum, sem hafa neyðst til að kannast við, að tek-
ist hafi að ná sambandi við framliðna menn — að hún
hafi ekki flutt mönnum neinn merkilegan sannleika. Ég
held, að óhætt sé að fullyrða, að þeir menn, sem svo tala,
hafi ekki athugað það fyllilega, sem þeir eru að tala um.
Hver sem íhugar vandlega þótt ekki sé annað en það, sem
ég hefi minst á í þessum fáu orðum i kvöld, hann ætti að
geta séð það, að hreyfingin hefir a. m. k. gefið mönnunum
allmikið umhugsunarefni á sviði náttúruvísindanna og sál-
arfræðinnar, þótt enn hafi ekki tekist að vinna úr því efni
að fullu. Hafi jafnframt tekist að sanna, að framhaldslíf
taki við eftir dauða líkamans, þá ætti mannkyninu ekki
að standa alveg á sama um það. Og hafi mönnum enn-
fremur tekist að ná í bendingar, sem full ástæða sé til að
telja áreiðanlegar, um það, hvernig því lífi sé háttað, sem
vér lifum einhvern langan spöl eftir viðskilnað sálar og
líkama, þá er það fróðleikur, sem nokkurn veginn ætti að
jafnast við hvern annan fróðleik, sem vér sækjumst eftir. Að
minsta kosti ætti móðurinni, sem horfirá eftir barninu sínu út
í ginnungagap óvissunnar, ekki að finnast fátt um þá vitneskju.
En svo er eitt atriði, sem mig langar sérstaklega til að
leggi3 áherzlu á við yður. Ég geri mér vonir um, að það
eigi greiðari aðgang að hugum montamanna, en það virðist
eiga að hugum sumra þeirra manna, sem minni mentun
hafa hlotið. Þessi hreyfing hefir flult nýtt princip inn í
viðureignina við hin örðugustu viðfangsefni mannsandans.
Principiö er það, að beita starfsaðferðum visindanna við
það, sem vér höfum áður eingöngu látið liggja á trúar-
sviðinu. Leiðtogum hreyfingarinnar hefir orðið það ljóst,
að sannleikurinn sé ein heild, og liggi ekki í nokkurs
konar lokuðum hólfum, eins og kennari minn í heim-
speki við Kaupmannahafnar háskóla hélt fram, með algerðri