Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 49
MORGUNN
43
sundurgreining sinni á trú og þekking. Principið er þá það
að vér eigum að leita sannleikans í trúarefnum með sams
konar hætti eins og í öllum öðrum efnum — ekki, eða
ekki eingöngu, með hálfmystiskri eða almystiskri hugar-
starfsemi, sem tæplega getur haft gildi fyrir aðra en ein-
staklinginn, sem við þá starfsemi fæst — heldur með til-
raunum og athugunum, sem eru þess eðlis, að árangur
þeirra hefir alment gildi. Þess vegna verða það, í þessum
efnum, eins og í öllum öðrum efnum, staðreyndirnar, er
vér komumst að, sem mestu máli skifta — en ekki forn-
ar kenningar, í hvað miklum metum sem þær hafa verið
hafðar, og ekki heldur neinar ósannaðar staðhæfingar nú-
tíðarmanna, hvað miklir spekingar sem þeir eru taldir. Það
er eftir staðreyndum, sem á að meta kenningarnar, en ekki
staðreyndirnar eftir kenningunum.
Þetta er ekki eingöngu nýjung á trúmálasviðinu. Þetta
er róttækasta nýjungin, sem kornið hefir fram í veröldinni
síðan á Krists dögum. Geti menn nú haldið fast við þetta
princip, og láti ekki leiðast út í gönur af hinum og öðrum
heilaspuna, þá ætti tvent að vera unnið. Annars vegar er
sá varnargarður, sem reistur er gegn því, að mennirnir
feykist til af hinum og öðrum kenningarþytum, og hinu
megin eru líkindin fyrir því, að vér fáum haldið því, sem
verulega er dýrmætt í reynslu undanfarinna alda. Ég læt
mér nægja að benda á þá óhemjulega merkilegu staðfest-
ing, sem frásögur nýjatestamentisins hafa fengið við þær
staðreyndir, sem fram hafa komið við rannsóknirnar.
Mig langar til að minnast að lokum fáeinum orðum á
mótspyrnuna gegn þessu máli. Ekkert mál hefir sætt á
þeim 90 árum síðan er hreyfingin hófst, jafnmiklu af
óskynsamlegri gagnrýni og óskynsamlegri ] andúð eins og
þetta mál. Nú er ástæða til að fagna allrfþeirri mótspyrnu,
því að málið hefir ekki að eins staðist hana, heldur eflst
dásamlega, og það er ein af tryggingunum fyrir því, að
það sé á heilbrigðum og traustum grundvelli reist. Það
hefir haft á móti sér visindamennina, kirkjuna og almenn-