Morgunn - 01.06.1938, Síða 50
44
MORGUNN
ingsálitið. Stórskotahríðir lærdómsins, rétttrúnaðarins, haturs-
ins og háðsins hafa á því dunið. Þegar til lengdar hefir
látið, hefir það alt orðið árangurslaust. Mennirnir, sem sann-
færst hafa, hafa sagt eitthvað svipað og Lúther: »Hér stend
ég. Ég get ekki annað. Guð hjálpi mér. Amen.«
Framan af snerist mólspyrnan langmest gegn staðhæf-
ingunum um, að fyrirbrigðin gerðust. Þau áttu að vera
eingöngu svik, rangar athuganir, eða hreinn og beinn heila-
spuni. Þessi mótspyrna er orðin einkar veigalítil. Málstað-
ur hennar er orðinn alveg vonlaus. Próf. Richet, Schrenck,
Notzing, Dr. Crawford og aðrir lærdómsmenn, sem tekið
hafa málið eingöngu á vísindalegum grundvelli, hafa í
raun og veru alveg kveðið hann niður. Andmælin gegn
því, að fyrirbrigðin gerist, verka nú á þá menn, sem nokk-
ura þekking hafa á málinu, eins og eitthvert nágaúl van-
þekkingarinnar. Það er svo komið, að nákvæmlega eru
rétt ummæli eins Englendingsins á alþjóðaþinginu í Var-
sjá við síra Harald Níelsson — manns, sem annars hefir
verið nægilega rengingagjarn. Honum fórust orð á þessa
leið: »Það er í raun og veru hlægilegt, að við skulum
vera hér saman komnir frá svo mörgum þjóðlöndum til
þess að bera okkur sundur og saman um það, hvort þau
fyrirbrigði gerist, sem við vitum allir um. Vér ættum ein-
göngu að vera hér til þess að reyna að fá skýringar á þvi,
hvernig á fyrirbrigðunum standi, hvaðan þau stafi.«
Það er einmitt um þessa hliðina, sem allur skynsamleg-
ur ágreiningur er nú. Ekki þarf að taka það fram, hve af-
ar-mikilvægt það er að fá þá hliðina rædda og rannsakaða
af sem mestri skarpskygni og gagnrýni. Eins og ég hefi
þegar minst á, hefir við rannsóknirnar sannast, að með
mönnum búa hæfileikar, sem þeir beita ekki að öllum jafn-
aði Og þá kemur upp þetta mikla vandamál: Hvað af
fyrirbrigðunum getur stafað frá þessum hæfileikum? Engin
gild ástæða er til að ætla annað en að sumt af fyrirbrigð-
unum stafi þaðan, þó að bezt sé að fullyrða ekkert um
það, sem maður veit ekki með vissu. Ég tek til dæmis