Morgunn - 01.06.1938, Page 56
50
MORGUNN
Skaftafellssýslu og fenti þá fjölda fjár, því að búið var
að sleppa suðfé. — í fornum draumaráðningum er Jón
talinn boða storm. Jón á Björgum — stormur af fjöllum.
Veðrið stóð af Vatnajökli. Kropparnir táknuðu féð, sem
fórst. Allt eru þetta líkingar. En hver smíðar þessar gátur,
eða aðrar slíkar?
Ekki var ég að hugsa um fénað eða sláturhús á vor-
degi, staddur í Reykjavík. Ég hefi t. d. aldrei þegar ég
er þar, litið inn í sláturhús. Ég hafði eigi heldur þá lengi
séð sauðkind né um þær rætt. Draumurinn þessi getur eigi
verið ættaður frá þeim myndum, sem hafði borið fyrir
augað.
Ártalið, sem tilheyrir þessum draumi, er auðfundið í
blöðunum, sem gátu um fárviðrið og fjárskaðann. Þá var
stórhríð í Reykjavík, svo Fossinn einn, sem ætlaði um
kveldið norðvestur um land, lá kyr við hafnarhlaðið.
Vorið 1931 var frábærlega milt og algræn jörð um
sumarmál og þó fyrri. Nálægt sumarmálum lagði ég af
stað frá Reykjavík heim á leið með skipi. Á þeirri leið
(til ísafjarðar) dreymdi mig draum.
Ég þóttist vera staddur á Kaldbaks-hlaði, sem er nærri
Húsavík. Mér varð litið út til Skjálfanda og sé mann
koma ríðandi utan miðjan flóann á gráum hesti. Ég hugs-
aði í svefninum: Þarna sést það og sannast, sem gamalt
mál hermir, að allt er til á sjó sem er til á landi — öll
samkyns dýr. Þennan riddara bar fljótt yfir, og þegar
hestur hans kom í flæðarmálið, varð honum síður en svo
fótaskortur. Riddarinn stefndi til mín, og er hann nálgaðist,
vissi ég einhvernveginn að hann var bróðir Júlíusar
Havsteens sýslumanns, þ. e. sonur Jakobs Havsteens og
þó ekki Jóhann bróðir hans. Riddarinn staðnæmdist á
hlaði Kaldbaksbæjar. Ég gekk til hans og lagði lófann á lendina.
Hún var þur og ekki köld. Það þótti mér kynlegt og skildi
það eigi, að hestur kæmi þur og ókaldur utan úr hafi.
Ég sagði Júlíusi sýslumanni og frú hans drauminn tveim