Morgunn - 01.06.1938, Page 57
MORGUNN 51
dögum síðar en mig dreymdi, og ræddum vér um hann
fram og aftur.
Nú Iiðu fáeinir dagar, þá bera straumar hafís að Iandi,
án þess að hrið fylgdi eða kuldi og eru þess fá dæmi
að svo beri við. ísinn varð eigi landfastur nema lítillega
við ystu skaga og fór fljótt til hafs. Þannig rættist það,
að óvæntur og ókaldur var þessi gráni norðan úr hafinu.
En hvernig verður þessi gáta til? Eigi hafði ég búist
við hafís þennan góða vetur. Myndin getur þessvegna
eigi átt upptök sin í meðvitund minni — allra síst í þessu
formi.
Eg hefi mætur á tölunni 5, og ætla að tilgreina 5 drauma
mína auk þess, er fjallar um veðurspána og hlákuna.
Á n. 1. vetri lagðist ég i flensu í Reykjavík og heldur
þungt. Áður en ég veiktist dreymdi mig, að ég þóttist
heima staddur og á hestbaki — á grárri hryssu sem er
dauð fyrir 20—30 árum. Hún fór, án míns vilja, fram i
tjörn við bæ minn, sem heitir Helja og sundreið ég tjörn-
ina. Ég fann vatnið belja um mig upp að mitti, eins og
á sundreið gerist. Þess er að geta að eitt sinn reið ég á
þessari hryssu yfir Skjálfandafljót slysalaust. Það er eina
svaðilförin á sundi, sem ég hefi af að segja. Ég hugði
fljótið reitt á vaði sem þar var. En svona fór. — Nú
vissi ég í draumnum, að hryssan stefndi til landtöku þar
sem var stararvík við tjörnina og leðjuforað. Ég þóttist
vita, að hryssan mundi verða þarna föst og brjótast um,
og var þá viðbúið að ég yrði undir henni ef hún brytist
um. En ég gat við ekkert ráðið. Hryssan komst nú fljótt
upp úr víkinni og mig sakaði eigi. Ég réði drauminn
þannig að ég mundi slarka fram úr þessum lífsháska, þó
geigvænlegur væri. Það þótti mér einkennilegt, er ég
hugsaði drauminn, að ég skyldi vera á þessari hryssu —
því eina hrossi sem ég hefi hleypt á sund uin dagana.
Þegar ég var lagstur í pestinni dreymdi mig, að ég var
að klífa upp háan hnjúk, sem ég hugði vera eldgíg. Stíg-
urinn var afar brattur og lá upp norðurbarm hnjúksins.