Morgunn - 01.06.1938, Side 59
MORGUNN
C3
en hinum. Ég gæti sagt fjölda drauma, sem þá menn
dreymir, sem eru alls eigi hagorðir, en þó jafnauðugir að
skáldlegum líkingum sem þessir eru, sem ég hefi nú greint.
Ég hirði eigi um að segja fieiri drauma að þessu sinni.
Mergðin sannar eigi meira en fáeinir.
En þessvegna rita ég þetta greinarkorn, að mér þykir
efnið þess vert að gera það að hugvekju.
Nýlega bólaði á því í útvarpi, að Jón Eyþórsson, þegar
hann fór »um daginn og veginn« bar sér í munn orð
Skarphéðins: »Lítt rekjum vér drauma til flestra hluta«.
Örvar-Oddur og Ingimundur gamli þóttust upp úr því
vaxnir að taka mark á orðum spákonunnar (völvunnar).
En þeir urðu þó að taka ofan fyrir þeirri dulrænu vizku,
áður en lauk æfi þeirra.
Enginn veit með vissu hvernig völvurnar fengu vitneskju
sina um örlög manna. Þær hafa séð á einhvern hátt fram
í tímann; það mátterni sem býr til draumgáfurnar virðist
sjá fram í tímann. Völvurnar munu hafa verið i dáleiðslu-
skyldu ástandi þegar þeim gaf sýn. Þær lýsingar, sem eru
til af seið Kotkelshyskisins og af seið völvunnar í Græn-
landi veita vitneskju um, að »sú fagra kveðandi«, mun
hafa haft sefjun í för með sér.
Vér hversdagsmennirnir þekkjum eigi þess háttar ástand
En vér vitum, að vér fáum vorar draumsýnir í dái svefnsins.
Það vil ég nefna til fróðleiks, að draumskygni verður að
rækja og þroska, þvílíkt sem aðrar gáfur. Það er hægt með því
móti t. d. að rifja upp, þegar maður vaknar, drauma sína
og — halda opnum huga sínum með því að óska sér drauma.
Suma menn dreymir lítið eða ekki — þá sem fyrirlita
þá starfsemi vitundar manns.
Þess er getið um langafa Haralds hárfagra, að hann
dreymdi aldrei »ok þótti honum það mein mikið.« Hann leit-
aði ráða til spaks manns, og þá dreymdi hann.
En veðurfræðingur vor ráðleggur fólki — að opna glugga
til þess að losna við drauma.
Samkvæmt mínu viti eru draumar til þess fallnir að auka