Morgunn - 01.06.1938, Side 61
MORGUNN
55
ferð, en ekki sáum við hann eftir þetta, og þótti okkur
það undarlegt eftir á, að við skyldum ekkert spyrjast fyrir
um hvað af honum hefði orðið, því að það var ekki fyr en
daginn eftir, þegar bíllinn var farinn með þau úr hlaði, að
við spurðum hvor aðra, hvað af sira Kristni hefði orðið
og ekki höfðum við hugsun á því, þann tíma sem víð vor-
um eftir á Hallormsstað, að spyrja nánar um þetta, en þó
lék okkur mikil forvitni á að fá skýríngu á þessu atviki.
Reykjavík, 22. sept. 1937.
é
Katrín Smári
Aths. Kr. D.
Ég var á sama tima þennan dag staddur á sumarbústað innan
við bæinn glaðvakandi, en ekki í draumi utan við líkamann.
Ég vissi um þessa för vinar míns Einars H. Kvarans og þótti hann
fulláræðinn, að leggja upp i svo erfiða för, þar sem hann var ekki
vel hraustur. Kom til orða, að ég færi með honum.
Ég hugsaði því oft til hans nokkuð áhyggjufullur um, hversu hon-
um mundi reiða af.
Qetur það ef til vill verið nokkur skýring á því, að skygnar stúlk-
ur sáu svip minn, þó að ég hafi aldrei orðið var þess hæfileika hjá
mér, að geta sent hug minn svo að skynjanlegt yrði öðrum í fjarlægð.
Björg Havsteen.
Hennar var minst i S. R. F. í. með þessum orðum.
Mig langar til að byrja þennan fund með því að biðja
ykkur að minnast ágætrar, látinnar félagssystur okkar,
Bjargar Havsteen, sem andaðist á Landspítalanum af slysi
aðfaranótt þ. 24. þ. m.
Hún var gædd miklum sálrænum hæfileikum. Einar
Loftsson hefir hér i félaginu og í Morgni skýrt að nokk-
uru frá stórmerkilegum árangri, sem fengist hefir af fund-
um hennar heima hjá mér. En frá mörgu í þá átt er óskýrt