Morgunn - 01.06.1938, Page 63
MORGUNN
57
ustubundnir andar«, sem Nýja-Testamentið talar um. Nú
þökkum við henni hjartanlega alt, sem hún hefir fyrir okk-
ur gert, og biðjum guð að annast velgengni henn ir um
alla eilífð.
Einn af vinum Bjargar Havsteen, sem mjög inikils góðs
hefir notið af hæfileikum hennar, hefir minst hennar með
eftirfarandi ljóði:
Þig, horfna vina heiðra kýs
hver hugur sem þín naut.
Þín fylgd mun enn sem fyrri vís,
þótt farin sért á braut;
það er þeim fró, sem finst svo kalt
og fátækt hjarta sitt.
í vitund þeirra vitnar alt
um verndareðli þitt.
Þú hefir nú til hlítar séð
þitt hulda vinalið;
sem öðrum þinni aðstoð með,
gaf æðri heima frið.
Og enn þitt starf þá blessun ber
frá bjartri Ijóssins sveit,
sem eins og gróðurangan fer
um okkar minjareit.
Ég vil þér þakka verkin þín,
sem vanst þú mér til hags,
og óska ljóss, sem aldrei dvín
í önn hins nýja dags.
Þér fylgir hugð, sem helgust bjó
í hjarta ferðamanns
og að sér fórnarilminn dró
af akri kærleikans.
Vinur.