Morgunn - 01.06.1938, Side 64
58
MORGUNN
Andahyggja.
Helztu mótbárur gegn henni og svör við þeim.
(Flutt i Hergilsey á páskadag).
Eftir Quðmund Einarsson.
Nú í seinni tíð hefir það verið venja, að telja að öllum
líði vel, sem farnir eru úr þessum heimi, jafnvel þótt þeir
hafi nú verið svona upp og niður, á meðan þeir lifðu hér
á jörðunni. Það hefir einhvern veginn komist inn í með-
vitund fólksins, að Guð almáttugur mundi nú sjá aumur á
okkur þegar þangað kæmi, þrátt fyrir alt og alt, og ég
hygg, að í huga manna hafi greinarmunur á líðan og veru-
stað góðra og vondra manna verið sára lítill eða enginn.
Þetta er samkvæmt frásögnum, sem borist hafa frá öðrum
tilveru sviðum háskalegur misskilningur. Ég veit það, og
eg gleðst af því, að það samrýmist ekki Iengur hugsunar-
hætti fólks að trúa því, að guð hafi dæmt nokkurn mann
til eilífra kvala. En ég vil spyrja, samrýmist það þá rétt-
lætistilfinningu nútíðarmanna, að allir beri jafnt úr býtum
strax eftir dauðann, hvort sem þeir voru góðir menn eða
vondir? Nei, ég hygg ekki. Því að þá hefði í raun og veru
enga þýðingu að vera neitt að leggja höft á girndir sínar
og tilhneigingar, þvi að það kostar alt bæði fórnir og sárs-
auka. Allir vita það, að Kristur tók mönnunum sterkan vara
fyrir, ekki eingöngu illum verkum, heldur engu síður fyrir
illum hugsunum og orðum, Og hann hefir áreiðanlega haft
sínar ástæður fyrir þeim viðvörunum. Annars vil ég geía
þess, að spíritistar leggja mjög lítið upp úr öllu tali um
umbun og refsingu. Þeir telja, að guð hegni ekki neinum
manni, né heldur launi honum, en að öll verk mannanna,
góð og vond, séu nokkurskonar sáðkorn, sem samsvarandi
ávöxtur spretti upp af. Þeir telja að öll tilveran bæði hérna
megin og hinu megin, sé ein heild, heild sem ekki verður
rofin þar sem kærleikurinn til alls og allra sé aðal takmark-