Morgunn


Morgunn - 01.06.1938, Page 72

Morgunn - 01.06.1938, Page 72
66 MORGUNN v um, að þeir geta ekki verið aðrir en þeir segjast vera. Og þeir hafa reynt þá að sannsögli, miklu meiri sannsögli en við eigum hér alment að venjast. Öllum sem tekist hefir að gjöra vart við sig, ber saman um það, að hinu megin séu margar og misjafnar vistar- verur, og líðan manna fari þar mikið eftir því, hvernig þeir hafi varið lífi sínu hér á jörðinni, hvernig hugsanir þeirra orð og verk hafi verið. Öllum ber saman um það, að sá maður eða sú kona, sem sýndu mesta fórnfýsi og kærleika hér á jörðu, þeim líði bezt þar. En líðan þeirra, sem lengst hafa gengið í hatri og illum hugsunum til meðbræðra sinna, sé alveg hörmuleg. Þeir segja að hver maður fari í þann stað hinu megin, sem samsvari andlegum þroska hans. Og eftir því sem mér skilst, er andlegur þroski ekki metinn eftir því, hve mikla þekkingu og lærdóm maðurinn hefir tileinkað sér hér, nema að svo miklu leiti sem hann hefir notað þennan lærdóm eða þekkingu í þjónustu kær- leikans. Eftir öllum fregnum að dæma er það kærleikurinn, sem má sín mest þegar þangað kemur. Hinu megin eru sögð vera mörg tilverusvið, mér skilst að flestir fari á annað sviðið. En á hverju sviði eru mörg önnur smærri, og skiftast menn niður á þau eftir þroska. Neðarlega á öðru sviðinu er líðanin ekki góð. Þangað safnast þeir, sem eigingirni og sjálfselska hefir verið mest ráðandi aflið hjá á meðan þeir dvöldu í jarðneska líkamanum. Það er ekki þar með sagt, að þessir menn líði neinar sérstakar kvalir. Það virðist margt benda til, að þeim sé mörgum hverjum alls ekki ljóst, að þeir séu komnir í annan heim. Þegar kem- ur ofarlega á annað sviðið fer líðanin að verða miklu betri en hér á jörðinni, þegar bezt lætur. En efst á þessu sviði og á þriðja sviðinu er h'ðanin betri en hægt er að lýsa með orðum. Á þriðja svið fara engir þegar er þeir »deyja« nema mjög þroskaðir menn og smábörn, svo það lítur út fyrir að það hefði verið alveg óhætt að grafa óskírðu börnin í vígðri mold þess vegna, að þeim er ekki ætlaður óvirðulegri staður í hinum heiminum en flestum öðrum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.