Morgunn - 01.06.1938, Síða 76
73
MORGUNN
þess að benda á, hvað ég tel helzt að hafi tafið fyrir út-
breiðslu spíritismans hér á landi, og það er það, að menn
hafa verið hræddir um, að allar rannsóknir, sem gerðar hafa
verið í því skini að sanna framhaldslífið, væru Guði van-
þóknanlegar. Það er eins og í blóð borið hjá öllum þorra
manna, að vera hræddur við það, sem maður ekki skilur
— alt sem er dularfult —, að telja, að það hljóti að vera
óguðlegt að fást nokkuð við að reyna að skýra það. Ég
veit ekki hvort það er rétt, að þetta stafi mikið frá þeim
tímum, er menn trúðu alment á galdra. En hvað sem þeirri
skoðun minni líður, þá er eitt víst, að hið leyndardómsfulla
verkar skelfandi á menn yfirleitt. Og svo þegar þar við
bætist óttinn við illar afleiðingar, ef nokkuð sé við það
átt, þá er lítið að furða, þó að rannsóknirnar séu ekki
hraðfara. Hefðu rannsóknir dularfullra fyrirbrigða byrjað á
þeirri tíð, sem galdrabrennur voru í algleymingi, þá þarf
lítið ímyndunarafl til þess að gjöra sér nokkurn veginn
rétta hugmynd um, hvað þeim hefði orðið ágengt, því að það
er nærri eins og maður finni skjálftatitring brennuæðis-
ins út úr skrifum sumra andstæðinga spíritismans enn
i dag.
Ég man eftir því þegar ég var unglingur þá heyrði ég
minst á prest einn á Vesturlandi, sem lítilsháttar fékst við
þessar tilraunir. Lýsingarnar á því athæfi voru svo ófagr-
ar að ég vil ekki hafa þær eftir hér.
Þegar spíritisminn kom fyrst til sögunnar hér á landi
hafði einhver biblíufróður maður grafið það upp úr Móse-
bókum, að þar væri bannað að leita frétta af framliðnum.
Þetta sama var líka gjört þegar Simpson fór að nota klóró-
form við barnsfæðingar. Það var sem sé skýlaust sagt i
biblíunni, að konur skijldu fæða börn sín með þjáningum.
Annars hefir á öllum tímum verið nóg af mönnum sem
hafa þózt geta fundið ritningargreinar móti hinum og öðr-
um framförum í þekkingarleit mannanna. Hefði þessu skrafi
altaf verið gegnt, þá væri þekking mannanna skamt á leið
komin. Ég hefi hvergi heyrt þessum mótbárum betur svar-