Morgunn - 01.06.1938, Side 79
MORGUNN
73
Tómas lærisvein Jesú. Haldið þið að Jesús Kristur hefði
gjört sér eins mikið far um að sannfæra Tómas i>m að
hann væri lifandi, eins og hann gerði, ef hann hefði álitið
að Tómas hefði ilt af að vita það? Þið vitið að Tómas
neitaði að trúa því að Jesús væri upp risinn, nema hann
fengi að sjá hann og þreifa á honum. Og hversu margir
munu þeir vera nú á tímum, sem líkt eru skapi farnir og
Tómas. Og hvernig getið þið farið að trúa því, að algóð-
um Guði geti verið það vanþóknanlegt að þeir fái líka að
sannfærast um, að líf sé til eftir þetta. Þegar þið hafið
athugað þetta vel, þá hygg ég að við getum öll orðið
sammála um, að það geti engan sakað, að vita með áreið-
anlecjri vissu, að líf sé til eftir þetta, og það muni hverj-
um manni ávinningur, að vita sem mest um hvernig því
lifi sé háttað — Með því sem ég hefi sagt hér á undan,
tel ég mig hafa fært rök fyrir því, að samband við fram-
liðna menn sé hvorki óguðlegt né heldur skaðlegt fyrir þá
og ekki heldur hina, er sambandsins leita úr okkar heimi. Þó
vil ég ekki neita því að um undantekningar geti verið að
ræða. En ég hefi enga reynslu í þá átt, enda mun hún
vera fátíð.
Sambandið milli heimanna á að vera og er venjulega
báðum aðiljum til gagns og gleði. En ég vil eindregið ráða
mönnum frá, að hafa það sér til skemtunar eingöngu til
að svala forvitni sinni. Innileg þrá eftir einhverjum, á að
vera aðalhvötin, eða rannsóknarlöngun í þjónustu sann-
leikans.
Eg hefi heyrt ýmsar fleiri mótbárur gegn andahyggjunni
en þær sem ég hefi gjört að umræðuefni i þessu erindi.
Eg drap á það áðan, að sumir svo nefndir »heittrúarmenn«
treystu sér ekki til að mótmæla því, að dularfull fyrir-
brigði gjörðust og heldur ekki að þau stöfuðu frá öðrum
heimi. En þetta segja þeir að séu vondir andar o. s. frv.
Einhversstaðar stendur í N. T. »Prófið andana hvort þeir
séu frá Guði«. Ég veit ekki á hvern hátt á að prófa þá,
éf ekki á þann hátt, að hjusta á hvaða boðskap þeir flytja