Morgunn - 01.06.1938, Qupperneq 83
MORGUNN
77
útbúa okkur ömurlegan verustað lengri eða skemri tíma
eftir andlátið? — Haldið þið ekki að kærleikurinn til með-
bræðra okkar yrði meira ráðandi í hjörtum okkar, ef við
værum alveg sannfœrð um, að það væri eingöngu gegnum
hann og fyrir hann, sem okkur væri auðið að finna þá
aftur, sem við teljum okkur hafa mist? Haldið þið ekki
að við mundum reyna að gleðja þá sem bágt eiga, annað
hvort í orði eða verki, meira en við gjörum, ef við værum
alveg sannfœrð um að hjartfólginn framliðinn ástvinur
okkar legði hendurnar um hálsinn á okkur og kysti okkur
fyrir í hvert skifti, sem við gjörðum öðrum gott? Ég er
ekki í minsta vafa um, að þið eruð mér öll sammála um
það, sem ég hef verið að segja. Og ef svo er þá erum
við líka öll sammála um, að samband við annan heim
hlýtur að verða okkur til góðs, og hafa bætandi áhrif á
hug okkar og hegðun. Ef við aðeins erum sannfærð um
áreiðanleika þeirra, sem við tölum við úr öðrum heimi.
Eftir það sem ég hef sagt hér, þarf ég varla að taka
það fram, að ég tel að varla sé hægt að halda meiri fjar-
stæðu fram en þeirri, að andahyggjan sé óguðleg. Ég get
ekki skilið í hverju það óguðlega ætti að vera fólgið, því
að ef svo er, sem ég hygg að sé meining margra, að
framliðnir menn séu yfirleitt betri en við, þá get ég ekki
skilið, að það gæti á nokkurn hátt verið óguðlegt fyrir
okkur, að reyna að vera í sem allra nánustu sambandi við
þá.
Ef það aftur er haldið að þær aðferðir séu óguðlegar,
sem við notum til þess að komast í samband við þessar
verur, þá verður það sama uppi á teningnum. Því að mér
®r ekki kunnugt um, að á slíkum samkomum fari neitt það
fram, sem ekki jafnist fyllilega á við hverja aðra kristilega
samkomu.
Ég hygg að enginn, sem setið hefir á miðilsfundi, muni
hafa fundið neitt ljótt við framferði manna þar. Og aðrir
en þeir, sem á slíkum fundum hafa verið, eru alls ekki
fserir að dæma um það mál. Órökstuddar staðhæfingar