Morgunn - 01.06.1938, Side 86
80
MORGUNN
kæfandi heitt og þungt. Ég hugsaði með sjálfum mér,
hvernig ég ætti að fara að halda þetta út til lengdar, því
að venjulega þoli ég illa þungt loft. Á meðan ég var að
hugsa um þetta, heyrðist rödd sem bauð gott kvöld. Þetta
var málrómur mjög ólíkur málrómi miðilsins, enda kvað
það vera unglingstelpa úr öðrum heimi, sem altaf talar á
fundum gegnum þennan miðil. Hún talaði við fundarmenn
nokkurn tíma, en ég má ekki vera að minnast nánar á það
því að ég ætla að eins að segja ykkur frá líkamlegu fyrir-
birgðunum. Alt í einu fór eins og kaldur gustur um her-
bergið líkt og opnaðir væru allir gluggar og hurð. Ég
er sannfærður um að hitinn hefir Iækkað úr 30 st. niður
í 15. Samfara þessum gusti barst að vitum okkar eins og
rósailmur, ákaflega þægilegur og hressandi. Það er al-
vanalegt á fundum, þar sem likamleg fyrirbrigði gjörast.
Nú talaði önnur rödd í gegnum miðilinn, en sú sem fyrst
hafði talað. Þessi síðari var á að geta miðaldra kona. Hún
talaði dönsku eða réttara sagt blending af dönsku og ís-
lenzku af svo mikilli leikni, að ég vil fullyrða að það sé
ekki á annara færi að gjöra það eins vel, en þeirra sem eru
útlendingar, en hafa dvalið hér á landi fleiri ár en ekki
getað lært málið betur en þetta. — Alt í einu kom eins
og hvít slæða út úr byrginu og fram á mitt gólfið, ekki
ólíkt því og ef þunnri silkislæðu væri þeytt út í loftið, en
haldið í einn jaðarinn. Slæðan var svo breið, að hún snerti
hné þeirra sem sátu báðu megin í hringnum, þar sem
hann var breiðastur, og voru það þó 3—4 metrar, og eftir
þvi ætti slæðan að hafa verið 12—16 ferm. Slæðan bylgj-
aðist upp og niður nokkra stund og eyddist svo og hvarf
með öllu.
Nú var aftur byrjað að syngja; eg man ekki hvaða sálm-
ur það var. Alt í einu sé ég hvíta veru standa rétt fyrir
framan mig mín megin við rauða ljósið. Þetta var kven-
maður. Ennið og hakan var hulin hvítri slæðu og hárið
sást í gegnum slæðu, sem hún hafði yfir höfðinu og féll
niður með vöngunum báðu megin og aftur á bak. Hárið