Morgunn - 01.06.1938, Side 88
82
MORGUNN
þá, sem ennþá eru vantrúaðir eða efa að framhaldslíf sé
til. Égrrmundi ekki standa hér frammi fyrir ykkur, ef ég
væri sjálfur í efa; þið megið trúa því sem ég segi. Það er
enginn^dauði til. Ég hefi talað við konuna mína síðan hún
hvarf mér sýnilegum návistum ekki tvisvar, ekki 20 sinn-
um, heldur 120 sínnum. Hún er nákvæmlega sama elsku-
lega glaðlynda konan og hún var. Hún er nákvæmlega
sama umhyggjusama fórnfúsa eiginkonan og móðirin og
hún var. Og hún fylgist nákvæmlega eins með öllu sem
snertir líðan mína og barnanna okkar eins og áður.
Þið sem syrgið horfna ástvini, við ykkur vil ég segja:
Verið eins glöð og þið getið verið, reynið að sýna öðrum
sem allra mestan kærleika, þess betur líður þeim sem
horfnir eru frá ykkur. Þess fyr fáið þið að hitta þá, þegar
þið farið héðan. Biðjið fyrir þeim af allri sálu ykkar, það
kemur þeim svo vel og hjálpar þeim svo vel þar sem þeir
eru nú, og auk þess eiga þeir þá hægra með að nálgast
ykkur.
Ég veit ekki hvaða dóma þetta erindi mitt fær hjá ykk-
ur, og ég satt að segja læt mér það liggja í léttu rúmi.
En ég er ekki einn um þessar skoðanir. Og þó ég væri
alveg einn, mundi ég eigi að síður halda því fram, sem
ég hef verið að segja.
Kæri vinur minn, þú sem átt við efa og erfiðleika að
stríða. Þér finst ef til vill að Guð hafi ekki verið þér góð-
ur. Sé svo, þá ráðlegg ég þér, að leita hans. Þú munt
áreiðanlega finna hann, ef þú leitar af nógu mikilli þrá
eftir sannleikanum. Farðu einungis eftir rödd samvisku
þinnar, án tillits til þess, þó að aðrir velji leit þinni niðrandi
heiti. Minstu þess að guð heíir áreiðanlega gefið okkur
þekkingarþrána í því skini, að við notuðum hana i þjón-
ustu sannleikans, og sannleikurinn er ekki fólginn í neinu
sérstöku trúarkerfi. Þau eiga áreiðanlega öll eitthvert brot
af honum, ef til vill misjafnlega mikið. Þegar þú hefir fund-
ið Guð í sjálfum þér, og fundið réttlæti og kærleika hans
í öllu, sem fram við þig kemur, þá má þér í raun og veru