Morgunn - 01.06.1938, Side 93
MORGUNN
87
kveðjuathöfuin á sjúkrahúsinu stóð yíir, enda gleymdi ég
öllu öðru en návist þeirra. Ég kom fyrst til sjálfs min
er móðir mín, sem var þarna viðstödd, kom að rúmi mínu
til þess að kveðja mig.
Ég skal taka það fram, að ég þekti ekki verur þær, er
ég sá standa hjá Guðrúnu sálugu, en mér var sagt það
siðar, að lýsing mín ætti við börn hinnar látnu, er þá voru
látin fyrir nokkru, en þau hafði ég aldrei séð.
Mannskaðinn á Sauðárkróki.
Veturinn 1935-36 lá ég á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Tíðar-
farið hafði verið óvenju hagstætt undanfarnar vikur, oftast
hreínviðri og frost og höfðu menn því stundað sjóróðra
þaðan um nokkurn tíma og bjuggust menn við að halda
því áfram meðan þannig viðraði. Aðfaranótt hins 13.
des. var veður stilt og bjart og hugðu menn því til róðra
eins og venjulega og dró það sízt úr mönnum, að veður-
stofan spáði góðu veðri næsta dag, og reru menn því al-
ment síðari hluta nætur. En margt fer öðruvísi en ætlað
er og reyndist svo að þessu sinni. Með deginum breyttist
veðrið og um hádegi daginn eftir var komið hríðarveður.
Var þá mörgum í landi órótt, því að veðrið fór stöðugt
versnandi. Nokkuru eftir hádegi fóru bátarnir að koma að
lar.di. Síðasti báturinn, er náði lendingu, kom um tvöleyt-
ið, en tveir voru þá ókomnir, þeir Njörður og Aldan. Þrátt
fyrir óveðrið vonuðu menn þó, að ekkert hefði orðið að
þeim. Töldu kunnugir sennilegast að þeir mundu hafa far-
ið lengra en hinir bátarnir, farið norður fyrir Eyjar sem
kallað er, og væntanlega náð landi einhverstaðar utar með
firðinum eða þá að þeir lægju í vari. Var öðruhvoru verið
að síma til næstu staða, Hofsóss og Kolkuóss og spyrjast
fyrir um það, hvort sézt hefði þaðan til báta þessara, en
ekki hafði sézt til ferða þeirra frá þessum stöðum. Veðrið
versnaði eftir því sem leið á daginn og um kvöldið var
komið mesta foraðsveður, sem eldri menn töldu vera eitt af
þeim verstu er þar höfðu lengi komið. Var því ekki unt