Morgunn - 01.06.1938, Side 98
92
MORGUNN
um, en samt afréð ég að gera tilraun til þess að finna
þau. Ég lagði nú af stað og gekk nokkuð lengi, en hvergi
sá ég hrossin. Sé ég nú hvar þessi sami maður kemur á
móti mér og gerir hann mér bendingu um að koma á eftir
sér. Ég var tregur til að gera það, því að ég hugði væn-
legra að fara í alt aðra átt, en hann virtist vilja láta mig
fara, en hann sat fastur við sinn keip og iét sig hvergi.
Svo ákveðið var látbragð hans, að ég sá þann kost vænst-
an að fylgja honum eftir og sjá hvað úr þessu yrði, þrátt
fyrir það, að hann benti mér í þveröfuga átt við það sem
ég vildi fara. Gekk ég á eftir honum um hríð, en ekki
sáust hrossin. Mér var nú efst í huga að snúa við og fara
þangað er ég hafði upphaflega ætlað mér, hann virtist öllu
ákveðnari en áður og fanst mér eins og standa gustur af
honum er ég ætlaðí að snúa við. Ég afréð því að fylgja
honum eftir. Hann var á að gizka 4—5 faðma á undan
mér og altaf var hann að líta við og gefa mér bendingu
um að koma á eftir sér. Héldum við þannig áfram um hríð,
gengum vestur fyrir Krumma og alt vestur fyrir Bungur,
en svo eru kennileiti ein nefnd á þessum bæ. Komumst
við alla leið vestur Stutta-stíg og þar hvarf maður þessi
sjónum mínum, en þá var hann búinn að gera nóg, því
að skamt þar frá fann ég hrossin, en áreiðanlega hefði ég
ekki fundið þau i þetta sinn, hefði hann ekki komið mér til
hjálpar. Hver var þessi maður? Mér lék nokkur forvitni á
því að fá eitthvað meira að vita um hann, ef mögulegt
væri. Ég sagði einu sinni gömlum manni frá manni þessum,
er ég sá þarna einatt, og lýsti útliti hans fyrir honum og
klæðnaði. Sagði hann mér að lýsing mín ætti í alla staði
við Jón nokkurn Þorsteinsson, er hafði verið að byrja bú-
skap á Nesjum. Síðan mundu vera nálægt því 30 ár. En
stuttu eftir að hann hefði verið þangað kominn, hefði hann
veikst af Iungnabólgu og látist eftir nokkurra daga legu.
Sagði hann að margir, er þarna hefðu verið áður en ég
kom þar, hefðu sagt svo frá að þeir hefðu séð þennan
mann.