Morgunn - 01.06.1938, Page 99
MORGUNN
93
Huldufólk.
Rétt er ef til vill að geta þess, að einatt hefur aðrar ver-
ur en þær, er vér nefnum framiiðna menn, borið fyrir augu
mín. Ég er fyrir mitt leyti sannfærður um það, að ég hefi
stundum séð verur þær, er huldufólk er nefnt í þjóðtrú
vorri. Hvað eftir annað hefi ég séð stóra steina, kletta eða
hóla hverfa sjónum eða réttara sagt breytast i einu vet-
fangi í bæi, hús eða kirkjur. Ég hefi séð fólk á öllum aldri,
börn, fullorðið fólk og gamalmenni, er mér hefir virzt eiga
heima á slíkum stöðum. Ég hefi einnig séð fólk þetta við
vinnu sína, heyskap og önnur venjuleg heimilisstörf, er mér
hafa virzt eins eða mjög svipuð og störf mennskra manna.
En vegna hvers hyggur þú að hér sé fremur um huldu-
fólk að ræða en framliðna menn, er kynnu ef til vill að
hafa átt heima þarna endur fyrir löngu? kunnið þér að
spyrja. Þær hugmyndir mínar byggjast fyrst og fremst á því,
að mér birtist fólk þetta með nokkuð öðrum hætti en fram-
liðnir menn. Mér virðist það miklu efniskendara eða þéttara
i sér, ef svo má að orði komast, og virðist mér það ekki
að neinu leyti frábrugðið menskum mönnum, er það verð-
ur mér sýnilegt. Þegar ég var á unga aldri lék ég mér stund-
um við slík börn. Mér fanst ekkert undarlegt við þetta
meðan ég var með þeim, svo eðlilegt að ég fann ekki til
neinnar löngunar eftir að forvitnast neitt um hagi þess, en
stundum, er þau voru horfin mér sýnum, var eins og ein-
hver geigur gripi mig.
Það sýnist hversdagslega nota svipaðan klæðnað og við,
nema hvað mér hefir virzt að slíkar konur væru venjulega
bláklæddar. Á hátíðum og helgidögum breytir fólk þetta
klæðaburði mjög. Hefi ég þá oft séð sama fólkið og ég
áður hafði séð venjulega búið, klæðast skrautlegum, marg-
litum hátíðabúningi, grænum, rauðum, bláum o. s. frv. er
mér virðist mjög svipa til hins forna þjóðbúnings vors.
Einatt hefi ég séð fólk þetta fara að heiman frá sér, stund-
um margt í hóp til helgra tíða, eða einhverra skemtisam-
kvæma, og virðist mér að það unni mjög hverskonar gleð-