Morgunn - 01.06.1938, Síða 101
MORGUNN
95
Sýn i kirkju.
Ég hefi einatt orðið þess var, er ég hefi verið staddur
í kirkjum, að fleiri koma þar og taka þátt í guðsþjónust-
unum, en þeir er vér sjáum venjulega. Ég ætla að lokum
að segja ykkur frá einni slíkri sýn, er bar fyrir mig í frí-
kirkjunni hér í bæ á föstudaginn langa síðastliðinn (1938).
Eftir að lokið hafði verið að syngja fyrsta sálminn, var
eins og mörg Ijós hefðu skyndilega verið kveikt í kirkj-
unni. Þau voru öll óumræðilega björt, og geislar þeirra
virtust fylla umhverfið ósegjanlegum friði. Um leið eða því
nær samstundis og ljós þessi voru kveikt, var eins og innri
hluti kirkjunnar hyrfi sjónum mínum og ég sá eitthvað út
í geiminn. Ég heyrði nú óm af yndislegum söng, er virtist
koma úr óralangri fjarlægð og samstundis sá ég koma
svífandi herskara af yndislegum verum, er staðnæmdust í
nokkurri fjarlægð, að því er virtist. Horfði ég á verurþess-
ar um stund og hlustaði á sönginn, en er presturinn sté í
prédikunarstólinn var sem nokkur breyting yrði á þessu.
Fleiri gestir úr öðrum heimi komu nú í kirkjuna; meðal
þeirra sá ég síra Harald Níelsson, er var búinn fullum
skrúða, og gekk hann þegar fyrir altarið og virtist mér
sem hann framkvæmdi þar venjuleg prestsstörf. Tók ég nú
eftir að þrjár hvítklæddar verur komu inn ganginn í kirkj-
unni og virtist mér sem þær svifu fremur en þær gengju.
Á eftir þeirn komu 6 dökkklæddar verur, sá ég að fjórar
þeirra voru karlmenn, en tvær af þeim konur. Mér virtist
sem þessir menn hefðu druknað, því að ég sá greini-
lega að klæði þeirra voru rennblaut.
Tveir af mönnum þessum voru ungir að sjá. Annar þeirra
sýndist vera nokkuð eldri, hann var hár vexti með dökk-
jarpt hár, frekar rjóður í andliti, augun voru grá. Sá yngri
var nokkuru lægri, hvítleitur, hárið virtist Ijósskollitt og
augun voru ljósgrá. Báðir voru þeir dökkklæddir. Þriðji
maðurinn virtist mér elztur þessara þriggja, hafði hann
yfirskegg, dökt að lit, fremur lítið. Hann var nokkuð
breiðleitur að sjá og dökkeygur. Hann var einnig í dökk-