Morgunn - 01.06.1938, Side 105
MORGUNN
99
ingarþjóðum ekki aðeins verið rengdur og véfengdur á
allan hátt og í öllum greinum, en er í raun og veru að
berjast fyrir tilveru sinni, má svo að segja hafa sig allan
við að verjast. Að þessu sé þannig varið hefir mjög skil-
merkilega verið sýnt fram á af dr. Barry í hinni nýju bók
hans: »Hvað hefir kristindómurinn að segja«, og ætti hver
hugsandi maður í þessu landi að lesa þá bók vandlega,
ég mæli fast með því, þó að það sé ekki tilgangur minn
hér að verja neitt sérstakt form trúar eða trúarbragða.
Árangurinn af hinni vísindalegu aðferð og þeim framför-
um í vísindalegri þekking, sem hún að sjálfsögðu hefir leitt
til, er fólginn í þrem meginatriðum.
1. Það hefir sveipað burtu hinni þéttu þoku hjátrúarinnar
og miklu af sóttnæmu áhrifavaldi erfikenninganna vegna
þess, að það hefir haft fyrir markmið hina djörfu og
ótrauðu leit eftir sannleikanum einungis fyrir sjálfs hans
sakir.
2. Það hefir aukið mjög vald vort og stjórn yfir náttúr-
unni, og með því um leið þægindi vor og öryggi þó að öryggi
það sé með talsverðum annmörkum, svo sem sýna flug-
og bíl-slys, sterk sprengiefni og eiturgas, svo að nefnt sé
fátt eitt af því allra auðsæjasta.
3. Það hefir borið svo undursamlegan árangur til lífs-
þæginda fyrir alla, að það hefir skapað hjá mönnunum
óhóflega ímyndum um, að þeir geti verið sjálfum sér nógir.
Oss hefir tekist svo framúrskarandi vel; vér höfum öðlast
þá kunnáttu og þau býsn af þekkingu, að oss finst, sem
vér mundum geta haldið áfram að komast áleiðis af eigin
ramleik.
Orsök heims-óróans.
En getum vér það? Þegar vér litumst um í heiminum, sjá-
um vér að þar vofa yfir svo ískyggilegar hörmungar, er
vel gætu orðið til óviðráðanlegrar glötunar á heimsmenn-
ingunni. Og hvort sem þetta væri þá afleiðing af oftrausti
voru á sjálfum oss og andlegri tregðu — ég held fastlega