Morgunn - 01.06.1938, Síða 107
MORGUNN
101
hugsunar. Varla er til nokkur staðreynd mannlegs lífs, sem
getur gjört það meira. Á æskuskeiði lífsins er dauðinn í
þoku og fjarlægur; og ef ekki kemur fyrir nein sorgar-
reynsla í æskunni, þá heldur hann áfram að vera fjarlæg-
ur töluvert lengi. Jafnvel þó að einhver slíkur sorgarat-
burður komi fyrir snemma i lífinu, þá er mjög fljótt að
jafnast yfir það og bætast upp — og er þá gleymt. En
þegar aldurinn færist yfir, hlýtur þó umhugsunin um dauð-
ann óhjákvæmilega að koma í sambandi við trúarlegar-
hugmyndir, af því að þá kemur meira eða minna til greina
sorg yfir missi ástvina eða persónulegra vina. Það kemst
enginn hjá að hugsa eitthvað um þetta, og þá gægist upp
þessi spurning spurninganna: Er þetla endirinn, eóa
er þetta að eins áfangi? Með öðrum orðum: Lifum uér
áfram? Það er fyrsta spurningin að svara. Það sem fram-
haldslíf og hin tiltölulega hliðstæða spurning um ódauðleika
felur i sér, verður síðar að athuga. Það er þess vegna lítið
að undra, að síðan siðmenningin sjálf hófst, hefir áhuginn
fyrir því að komast eftir, hvað dauðinn þýddi og mikil-
vægi þess farið vaxandi, vegna þess að lausnin á því
hefir fyrir svo mörgum verið í vaxandi óvissu og efa.
Þetta er þá hið frumstæða rannsóknarefni spíritismans,
hvort dauðinn endar alt eða hvort framhaldslíf er stað-
reynd. Það er næstum hið eina, sem gefur honum tilveru-
rétt. Spíritisminn hefir ætíð frá fyrstu byrjun lagt alla að-
aláherzlu á þessa fremstu og raunverulegu þýðing hans.
Öll önnur rannsóknaratriði á því sviði, sem kallað er sál-
arrannsóknir, svo merkileg og mikilvæg sem þau vissulega
eru, eru þó rétt skoðað atriði sem minna er komið undir
í samanburði við þetta eina úrslita úrlausnarefni.
Það gengur yfir allan skilning, hvaða mótbárur er hægt
að hafa móti þuí að rannsaka þetta. Þeir sem eru stað-
fastlega ákveðnir í trú sinni eins og kristindóminum, sem
er algjörlega óaðskiljanlegur frá staðreynd framhaldslífsins,
ættu vissulega að gleðjast yfir því, ef það gæti tekist með
þessari rannsókn að færa þeim bræðrum, sem eru veikari