Morgunn - 01.06.1938, Side 109
MORGUNN
103
ið botninn úr efnishyggjunni hafa vísindin farið eins með
efnið, eins og ég hef sýnt, kipt fótunum undan þeirri trú,
sem áður hefir verið á því höfð (0: efnið væri alt og and-
leg fyrirbrigði að eins framleiðsli þess). Svo mikið hafði
þá áunnist fyrir hinn auðtrúa spíritisma.
Þetta þýðir, að þó að gildi þess að rannsaka fyrírbrigði
dauðans sé ekki fólgið í því, að veita beinlínis nýja trú
né jafnvel nýja trúarlega tilgátu, þá ryður það vissulega
veg til undankomu frá vonarsnauðum ömurleika dauðans
til feginsljóma nýs raunveruleika og vonarinnar um rétt-
læti að lokum. Þetta hefir verið blessunin, sem það hefir
flutt óteljandi þúsundum, og meðal þeirra er ég þakklátur
að mega telja sjálfan mig.
Eftir að hafa reynt það sjálfur í tuttugu og fjögur ár að
vera guðstrúarlaus, knúðist ég til að horfa til baka og
eftir grandskoðun á þessu umtalsefni voru, að Iíta á það
sem bríi — ef til vill ekki meira, en vissulega heldur ekki
minna — sem brú frá einu sviði yfir á annað.
En um leið og farið er yfir þá brú frá neitun eða trúar-
leysi yfir á svið andlegrar raunvitundar, þá verður fyrir
nýr flokkur úrlausnarefna (og með andlegri raunvitund á
ég við sannfæringarvitund um andlegan þátt lífsins og
raunveruleikans). Á þessu nýja sviði er i fyrstu alt í dimmu,
þoku og óvissu. En þegar í stað er þó að finna eins og
andardrátturinn sé frjálsari, í tærara andrúmslofti og eins
og mikill léttir sje fenginn. Þetta er ef til vill ekki fyllilega
reynsla nema einungis þeirra, sem líkt og ég hafa lengi
og harðlega neitað hinu andlega eða bygt því út úr hug-
myndum sínum um tilveruna, þeir hafa ef til vill litið á
það sem einhverskonar vitsmunalegt gönuskeið, eða væg-
ast talað svikablekking fyrir heilbrigða hugsun fullorðinna
manna.
Þetta svið nýrrar sannfæringar (o: trúleysingjans, sem
tekur að sannfærast um andlega hlið lífsins) er óneitanlega
yfirgripsmikið umhugsunarefni, en á því sviði er hægt að
hreyfa sig og rannsaka með áður óþektu trausti. Þegar